Sýni æðruleysi þegar kemur að fjölmiðlum

Þetta var víst í Mogganum í dag undir yfirskriftinni "Segja ekk­ert hlustað á kaup­menn".

Kannski aðeins að fylgja þessu eftir. Vissulega væri gaman að vera boðið í Silfrið og Vikulokin til að ræða málin sem eru til umræðu í borgarstjórn og málin sem ég hef verið að tjá mig um sem eru mörg. Þetta mál er um að hafa viðhlítandi alvöru samráð í þessu tilfelli við rekstraraðila í miðbænum. Mér hefur þótt oft sama fólkinu boðið í þessa þætti t.d. þau Þorsteinn Víglundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir með allri virðingu fyrir þessum ágætu einstaklingum. Af borgarfulltrúum eru það fulltrúar D flokks sem þykja eftirsóknarverðir viðmælendur. Þetta er ekki í mínum höndum. Ég hef lært að spila bara úr þeim spilum sem ég hef á hendi og gera það eins vel og ég get:)
 
Kaupmenn
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband