Krafa um alvöru samráð

Skortur á samráði borgarmeirihlutans við borgarbúa er orðinn pínlegur.
18. júlí lagði Flokkur Fólksins fram tillögur um að skipulagsráð héldi umsvifalaust fund með Miðbæjarfélaginu, Öryrkjabandalaginu og Sjálfsbjörg þar sem þessum hagsmunasamtökunum yrði boðið upp á alvöru samráð um fyrirkomulag miðbæjarins þar með talið Laugaveginn og Skólavörðustíginn.
Nú hefur umboðsmaður borgarbúa einnig sent skipulags- og samgönguráði tilmæli um samráð.
Það er kallað eftir samráði úr öllum áttum og þá er átt við að hagsmunaaðilar fái að koma að ákvörðunum en séu ekki upplýstir eftir á um hvað á að gera.

31. október bókaði Flokkur Fólksins vegna skorts á samráði við rekstraraðila á Hverfisgötu og skorts á samráði við íbúa Staðarhverfis vegna fyrirhugaðrar lokunar Kelduskóla:

"Þessar framkvæmdir við Hverfisgötu eru harmsaga. Þarna hafa rekstraraðilar borið skaða af. Gagnvart þessum hópi hefur svo gróflega verið brotið þegar kemur að loforði um samráð. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sínar eigin skilgreiningar sem hafa ekkert að gera við samráð í þeim skilningi. Framkvæmdir á Hverfisgötu hafa aldrei verið unnar með rekstraraðilum þar. Þeir fá ekki einu sinni almennilegar upplýsingar. Þessu fólki hefur aldrei verið boðið að sjálfu ákvörðunarborðinu. Það er ekki að undra að fólk sé svekkt þegar á því er traðkað og yfir það valtað með þessum hætti. Þetta er þeirra upplifun."

"Ekki hefur verið haft samráð við íbúa í Staðarhverfi. Foreldrar hafa lagt fram tillögur sem fela í sér að halda skólanum opnum enda býr góður hópur barna í hverfinu en ekki er hlustað. Þessi meirihluti hefur haft nokkur ár til að komast að því hvaða samgöngubætur á að bjóða fólki upp á þarna. Ljóst er að ef keyra á þetta í gegn í svo mikilli óþökk og óánægju mun það draga dilk á eftir sér. Hér er enginn sparnaður heldur mun óánægja yfirskyggja allt. Flokkur fólksins hvetur meirihlutann til að endurskoða málið frá grunni. Þarna verður aldrei sátt. Fólki finnst þetta valdníðsla og kúgun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband