Ţarf ekki bíl til ađ sćkja opinbera ţjónustu

Ég er kjaftstopp yfir málflutningi formanns skipulags- og samgönguráđs á fundi borgarstjórnar sem nú fer fram. Ţví miđur hef ég bara 200 orđa bókunarsvigrúm en ţetta langar mig ađ segja:
Ţađ er dapurt ađ hlusta á meirihlutann lýsa ađferđarfrćđi sem felur í sér ađ útiloka einn ţjóđfélagshóp í umferđinni, ţá sem ţurfa ađ nota bíl. Talađ er eins og borgarlína sé komiđ og ađ almenningssamgöngur séu fullnćgjandi. Sagt er ađ enginn eigi ađ ţurfa bíl til ađ sćkja sé opinbera ţjónustu. Allt skuli rafrćnt. Flokki fólksins blöskrar ţessi rörsýn, meinloka og hvernig fariđ er í ađ loka leiđum og möguleikum áđur en ađrir valmöguleikar liggja fyrir.
 
Klifađ er á loftlagsmálum og hvađ bíllinn mengar en enginn í meirihlutanum hugsar um ţađ ţegar ferđast er um heima og geima á kostnađ borgarbúa. Málflutningur meirihlutans er međ öllu órökréttur og mótsagnir miklar. Eru börnin send og sótt rafrćnt í leikskólann. Hvernig eiga fjölskyldur ađ koma börnum sínum í og úr leikskóla/skóla/tómstundir, koma sér í og úr vinnu, sinna ýmsum erindum ţegar ţćr geta ekki lengur nota bíl sinn nema á afmörkuđ svćđi í borginni. Enn eru mörg ár í borgarlínu og strćtókerfiđ eins og ţađ er, langt ţví frá ađ vera viđundani. Stefna ţessa meirihluta er ađ gera sumu fólki ómögulegt ađ búa í úthverfum borgarinnar, eiga börn og sćkja vinnu miđsvćđis sem bráđum verđur međ öllu lokađ bílum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband