Þarf ekki bíl til að sækja opinbera þjónustu

Ég er kjaftstopp yfir málflutningi formanns skipulags- og samgönguráðs á fundi borgarstjórnar sem nú fer fram. Því miður hef ég bara 200 orða bókunarsvigrúm en þetta langar mig að segja:
Það er dapurt að hlusta á meirihlutann lýsa aðferðarfræði sem felur í sér að útiloka einn þjóðfélagshóp í umferðinni, þá sem þurfa að nota bíl. Talað er eins og borgarlína sé komið og að almenningssamgöngur séu fullnægjandi. Sagt er að enginn eigi að þurfa bíl til að sækja sé opinbera þjónustu. Allt skuli rafrænt. Flokki fólksins blöskrar þessi rörsýn, meinloka og hvernig farið er í að loka leiðum og möguleikum áður en aðrir valmöguleikar liggja fyrir.
 
Klifað er á loftlagsmálum og hvað bíllinn mengar en enginn í meirihlutanum hugsar um það þegar ferðast er um heima og geima á kostnað borgarbúa. Málflutningur meirihlutans er með öllu órökréttur og mótsagnir miklar. Eru börnin send og sótt rafrænt í leikskólann. Hvernig eiga fjölskyldur að koma börnum sínum í og úr leikskóla/skóla/tómstundir, koma sér í og úr vinnu, sinna ýmsum erindum þegar þær geta ekki lengur nota bíl sinn nema á afmörkuð svæði í borginni. Enn eru mörg ár í borgarlínu og strætókerfið eins og það er, langt því frá að vera viðundani. Stefna þessa meirihluta er að gera sumu fólki ómögulegt að búa í úthverfum borgarinnar, eiga börn og sækja vinnu miðsvæðis sem bráðum verður með öllu lokað bílum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband