Mér finnst talađ niđur til foreldra í ţessu máli, ţeir alla vega ekki spurđir um neitt

Vanmetum ekki foreldra

Vísbendingar eru um ađ meirihlutinn í borginni endurskođi ákvörđun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komiđ ađ nú eigi ađ gera jafnréttismat og hafa samráđ viđ foreldra sem ekki var gert áđur en ţessi ákvörđun var tekin. Fram hefur einnig komiđ ađ ţessi ákvörđun verđi ekki stađfest í borgarráđi 23. janúar eins og upphaflega stóđ til. Tilkynnt hefur veriđ ađ ţessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóđ til.

Ákvörđun um styttingu opnunartíma leikskóla var samţykkt í skóla- og frístundarráđi fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viđbrögđin hafa ekki látiđ á sér standa. Rökin fyrir ákvörđuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd viđ hvađ sé barni fyrir bestu. En um ţađ er varla deilt. Hin raunverulega ástćđa tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda ađ hćkka laun og bćta ađstćđur starfsmanna á leikskólum.

Hagsmunir barna ráđa för

Foreldrar ţekkja börn sín, líđan ţeirra og ţarfir. Sjái foreldrar ađ níu tímar á dag er of mikiđ fyrir börn sín á leikskóla bregđast flestir viđ međ ţví ađ sćkja ţau fyrr alltaf ţegar ţau geta ţađ. Ekki á ađ vanmeta foreldra eđa ganga út frá ţví ađ ţeir vilji geyma barniđ sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eđli sínu og á ţeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum ţykir gaman á leikskóla enda líđur ţeim ţar vel. Samvera viđ önnur börn er sérhverju barni bráđnauđsynleg. En áríđandi er, sýni barn leiđa og ţreytu síđasta klukkutímann í leikskólanum, ađ foreldrar séu upplýstir um ţađ til ađ geta leitađ annarra leiđa ţótt ekki vćri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt ađ ráđa för.

Ţađ er ekki hlutverk skóla- og frístundarráđs ađ ala upp foreldra ţótt vissulega sé sjálfsagt ađ koma međ ábendingar. Ákvörđun sem ţessi hefur víđtćk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra.  Kerfisbreytingin mun  leiđa til aukins ójafnvćgis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráđi viđ alla hlutađeigandi ađila. Hún ţarf einnig ađ vera tekin í takti viđ ađstćđur foreldra, atvinnulífiđ og umrćđuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýđshreyfingarinnar. Vegna ţess hversu ađstćđur eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvćgt ađ hafa val. Hvort félagsţjónustan geti fundiđ viđeigandi lausnir fyrir ţá foreldra sem lenda í vandrćđum verđi opnunartími leikskóla styttur er stór spurning.  Ţađ er heldur ekki lausn ađ setja ábyrgđina um sveigjanlegan opnunartíma í samrćmi viđ ţarfir foreldra alfariđ á herđar leikskólanna eins og Sjálfstćđisflokkur lagđi til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til bođa sami opnunartími býđur ţađ upp á hćttu á mismunun. Ráđast ţarf ađ rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig ţarf ađ finna leiđir til ađ létta á álagi og má gera ţađ t.d. međ ţví ađ vaktaskipta deginum. Lítiđ pláss og mannekla einkenna leikskóla og ţađ hefur neikvćđ áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ćtti ađ vera á ađ tryggja ađ slíkar ađstćđur séu aldrei  í leikskólastarfi.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband