Harmageddon í morgun, leikskólamál, byggđasamlög og Sorpa til umrćđu

Ég var í viđtali í Harmageddon í morgun. Alltaf svo gaman ađ hitta strákana ţar. Viđ rćddum styttingu opnunartíma leikskólanna, galla viđ byggđasamlög fyrir sveitarfélag eins og borgina sem á stćrsta hluta í ţeim en hefur ekki áhrif í samrćmi viđ ţađ og svo auđvitađ málefni Sorpu.

Ég hef sterkar skođanir á ţessu leikskólamáli sem ég byggi mest á ţekkingu og reynslu minni sem sálfrćđingur og auđvitađ reynslu minni sem móđur og ömmu. Langflestum börnum ţykir gaman á leikskóla enda líđur ţeim ţar vel. Samvera viđ önnur börn er sérhverju barni bráđnauđsynleg. Ég vil ađ foreldrar séu hafđir međ í ráđum ţegar díla og víla á um börn ţeirra og leikskólann.

Ađstćđur foreldra eru mismunandi og samfélagiđ verđur ađ bjóđa upp á rúmt val. Gleymum ţví ekki ađ vegna ófremdarástands í umferđarmálum eru margir foreldrar kannski 45 mínútur ađ komast frá vinnustađ sínum til leikskóla barna sinna. Fćstir vinna á sama stađ og ţeir búa og flest börn eru í leikskóla í hverfinu sem ţau búa.

Ég vil ađ horft sé á grunnvandann sem er mannekla og undirmönnun. Ţetta er áherslan sem meirihlutinn vill ekki rćđa. Ţađ er mannekla og undirmönnun í Dagdvöl aldrađra. Er ţađ nćsta á dagskrá ađ stytta opnunartíma ţar kannski? Ţađ hljóta allir ađ sjá á hvađ vondu leiđ viđ erum í ţessum málum. Ţađ kostar ađ veita góđa ţjónustu og ţađ er eitthvađ sem ţessi borgarmeirihluti sem nú ríkir skilur ekki. Ţetta er allt spurning um forgangsröđun og viđ í Flokki fólksins segjum FÓLKIĐ FYRST!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband