Börn aftur tekin ađ veikjast í Fossvogsskóla

Börn eru tekin ađ veikjast aftur í Fossvogsskóla eftir ţví sem ég hef frétt. Í morgun í borgarráđi lagđi ég fram 2 tillögur og eina fyrirspurn í tengslum viđ Fossvogsskóla og myglu í skólahúsnćđi borgarinnar:
 
Tillaga Flokks fólksins ađ borgin komi sér upp verkferlum ţegar myglumál í skólum koma upp
 
Flokkur fólksins leggur til ađ borgin komi sér upp verkferlum ţegar myglumál koma upp í skólum. Fram til ţessa er ađeins veriđ ađ sjá toppinn á ísjakanum. Eftir ađ meirihlutinn í borginni hefur vanrćkt ađ halda viđ skólahúsnćđi árum saman er komiđ ađ skuldadögum.
Fleiri myglumálum eiga örugglega eftir ađ koma fram í dagsljósiđ nćstu árin og ţá ţarf ađ vera til faglega samţykkt verklag. Í ţessum málum ríkir óreiđa. Í húsnćđi eins og Fossvogsskóla ţar sem áratuga vanrćksla verđur til ţess ađ húsiđ nánast eyđileggst er enn vandi ţótt fariđ hefur veriđ í endurbćtur. Nú eru börn aftur farin ađ veikjast. Hefjast verđur handa ađ nýju međ ţví ađ gera almennilegar mćlingar og í framhaldi fara í ţćr framkvćmdir mćlingar sýna ađ ţurfi ađ gera. En ţar sem enginn verkferill er til ţegar mál af ţessu tagi koma upp gerist ekki mikiđ og mörgum finnst ađ sópa eigi vandanum undir teppi. Borgarfulltrúi skynjar ađ lítiđ er eftir af trausti í garđ meirihlutans í borgarstjórn, skóla- og frístundaráđs og Heilbrigđiseftirlitsins. Allir eru orđnir ţreyttir á ástandinu og ekki síst hvađ kerfiđ er seint ađ taka viđ sér og hvađ langan tíma ţađ tekur ađ bregđast viđ.
 
Tillaga Flokks fólksins ađ gerđ verđi faglegri úttekt á loftgćđum í Fossvogsskóla.
 
Lagt er til ađ gerđ verđi faglegri úttekt á loftgćđum í Fossvogsskóla. Foreldrar hafa ítrekađ reynt ađ komast í samband viđ embćttismenn borgarinnar en ţađ gengur illa. Ţađ hefur aldrei veriđ gerđ alvöru úttekt eftir ađ sagt var ađ „verki“ var lokiđ.
Heilbrigđiseftirlitiđ hefur komiđ ţarna, gengiđ í gegn en slík heimsókn hefur aldrei skilađ sér segja foreldra barna í Fossvogsskóla. Flokkur fólksins vill ađ skóla- og frístundarráđ taki máliđ alvarlega og bregđist viđ međ öđru en ţögn Eftir ađ hafa rćtt viđ foreldra er ţađ upplifun borgarfulltrúa Flokks fólksins ađ margir treysti Heilbrigđiseftirlitinu ekki lengur og ekki heldur mćlitćkjum ţeirra. Ef ekki er eitthvađ sýnilegt er hreinlega metiđ ađ ekkert sé ađ. Slík vinnubrögđ eru međ eindćmum ófagleg ef rétt reynast. Nú eru börn ađ veikjast aftur. Máliđ ţolir ţví enga biđ.
 
Fyrirspurn um stöđu mála í Fossvogsskóla
 
Flokkur fólksins óskar eftir ađ spyrja um stöđu húsnćđismála í Fossvogsskóla. Ţar kom aftur upp leki í nóvember ţar sem yngstu börnin eru og aftur eru komin upp alvarleg veikindi. Börn eru ítrekađ ađ veikjast og ekki nćst samband viđ Heilbrigđiseftirlitiđ til ađ gera alvöru mćlingar. Er ţetta komiđ út í ţađ ađ borgin axli ekki lengur ábyrgđ og ađ foreldrar og foreldrafélag verđi ađ taka máliđ í eigin hendur, kaupa mćlingar sjálft. Foreldrar eru ekki tilbúnir ađ fórna heilsu barna sinna degi lengur á međan borgarmeirihlutinn stingur hausnum í sandinn og lćtur sem ekkert sé. Ađ minnsta kosti 7 börn sýna einkenni nú og einhverjir af foreldrum og kennurum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af ástandinu ţarna og hvađ skóla- og frístundarráđ og Heilbrigđiseftirlitiđ er lengi ađ taka viđ sér og lćtur eins og vandinn sé jafnvel bara léttvćgur? Ţetta er í ţađ minnsta upplifun borgarfulltrúa Flokks fólksins
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband