Sorpa í rusli

Hvernig komið er fyrir Sorpu bs. er slæmt og ein af björgunaraðgerðum verður að hækka gjaldskrána. Í borgarráði var sótt um samþykkt á viðbótarláni. Tveir aðilar sem eru að hjálpa til finnst mér vel kunna að teljast vanhæfir og er þá ekki verið að gagnrýna faglega færni þeirra. Hér má t.d. nefna stjórnarformann Félagsbústaða og fyrrverandi fjármálastjóra borgarinnar. Hér er bókun mín:
 
Þær ógöngur sem stjórn SORPU hefur komið fyrirtækinu í eru óásættanlegar. Reykjavíkurborg er stærsti eigandi SORPU og mun bera hitann og þungann af greiðslu þess láns sem nú er sótt um samþykki fyrir sem og fyrri lánum. Það blasir við að til að fyrirtækið haldist á floti mun verða seilst í vasa borgarbúa og sorphirðugjald hækkað. Talað eru um að selja metan en metan ætti helst að gefa til að hvetja til orkuskipta. Stjórn situr og er allt um kring þrátt fyrir að hafa sýnt vítavert andvaraleysi. Stjórn og fjármálastjóra rann ekki í grun að Sorpa væri á leið á hvínandi kúpuna. Allt er framkvæmdarstjóranum að kenna en þó sagt að sé ekkert saknæmt. Hefði stjórn fylgst grannt með þá hefði ekkert af þessu komið þeim í opna skjöldu í það minnsta. Nú er beðið um 600 milljóna skammtíma lán til viðbótar við 500 m.kr. sem þegar er heimild fyrir. Hér sést óreiðan í hnotskurn sem er afleiðing af eindæma lélegri stjórnun. Sumir þeirra sem boðið er að koma að borðinu nú til að skoða hvað gerðist og hvað verður gert til að bjarga eru vanhæfir. Hér má t.d. nefna stjórnarformann Félagsbústaða og fyrrverandi fjármálastjóra.
rusl 3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband