Metan á kostnaðarverði og braggamálið í opinbera rannsókn var vísað frá í borgarstjórn

Á fundi borgarstjórnar var þessum tveimur tillögum Flokks fólksins vísað frá og því miður studdu tveir minnihlutaflokkar þær heldur ekki
 
1. Tillaga Flokks fólksins um að söluverð metans verði lækkað og miðist til frambúðar við kostnað Sorpu við það að flytja það frá framleiðslustað á sölustað
 
2. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins leggja það til að borgarstjórn samþykki að vísa skýrslu innri endurskoðunar vegna Nauthólsvegar 100 og Skýrslu borgarskjalavarðar um sama efni til héraðssaksóknara og lögreglu annars vegar til að rannsaka hvort embættisbrot hafi verið framið (héraðssaksóknari) og hins vegar hvort brot í opinberu starf hafi verið framið (lögregla).
 
Hér koma bókanir Flokks fólksins í þessum málum:
 
Metan:
Tillagan um að söluverð metans verði lækkað og miðist við flutningsverð hefur verið felld. Ofgnótt er af metani, á því er offramleiðsla. Hvað varðar þennan orkugjafa hefur borgarmeirihlutinn þessi og síðasti haldið einstaklega illa á málum. Í stað þess að finna leiðir til að nýta metan hefur því verið brennt á báli til að menga ekki andrúmsloftið. Hvar er forsjálni og fyrirhyggja þeirra sem stýrt hefur borginni og Sorpu. Í engu tilliti hefur verið reynt að markaðssetja metan nema síður sé. Nú vill borgarfulltrúi Flokks fólksins að það sé selt á flutningsverði í þeirri von að það leiði til fjölgunar metanbíla á götum. Með þessari aðgerð er vel hugsanlegt að stórt stökk verði tekið í orkuskiptaferlinu. Nú blasir við að Sorpa er í slæmum fjárhagsvanda sem leiða má til lélegrar stjórnunar. Hvorki metan né molta mun bjarga Sorpu sem skuldar. 4.1 milljarð. Það yrði en ein vond ákvörðunin að ætla að fara að verðleggja metan hátt, það mun einfaldlega þýða að engin mun kaupa það. Betra er að nánast gefa það en sóa því á báli. Hugsa þarf út fyrir boxið og muna að Sorpa er í eigu borgarinnar að stórum hluta og það er Strætó bs. líka sem gæti haft einungis metanvagna og nýtt metnið frá Sorpu.
 
Vísa bragganum:
Flokkur fólksins telur það sérstakt að borgarstjórn hafi ekki áhuga á að fá lúkningu í braggamálið en til þess að svo megi verða þarf að vísa því til héraðssaksóknara og lögreglu eftir atvikum. Málinu er vísað frá. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn lögðu fram sambærilega tillögu árið 2019 og var sú tillaga þá felld. Þá lá skýrsla borgarskjalavarðar ekki fyrir. Sú skýrsla kom út nýlega og segir í niðurstöðum að eftir að Innri endurskoðun hefði fjallað um málið í fyrra, hefðu starfsmenn Reykjavíkurborgar gerst sekir um að brjóta lög um skjalavörslu. Með tilkomu seinni skýrslunnar er enn ríkari ástæða til að fá málið í heild sinni fullrannsakað og fullupplýst. Óumdeilt er að málið allt er klúður og illa hefur verið farið með fé skattgreiðenda. Á þessu vill meirihlutinn ekki axla ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að báðar þessar skýrslur fari í opinbera rannsókn annars vegar til héraðssaksókna og hins vegar lögreglu til að rannsaka hvort framið hefur verið embættisbrot og/eða brot í opinberu starfi. Það er eins og borgarstjóri og skipulagsyfirvöld vilji helst að þetta mál gleymist sem fyrst, segja það einstakt tilvik. En er það einstakt tilvik? Borgarstjóri vill að borgarlögmaður rannsaki málið en sú rannsókn og niðurstöður munu aldrei geta orðið trúverðugar.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband