Hvassahraun?

Málefni nýs flugvallar og Hvassahrauns kom á dagskrá borgarráðs í vikunni sökum framlagningar bréfs um tilnefningu tveggja fulltrúa í starfshóp vegna rannsókna á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni.
Hér er bókun mín:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrar áhyggjur af því hversu miklu fé á að verja í að rannsaka möguleika á flugvelli í Hvassahrauni. Hversu marga starfshópa á eftir að stofna? Vissulega er þetta ekki einungis málefni borgarinnar. Flokkur fólks vill nota tækifærið og nefna nokkur atriði hér í sambandi við Hvassahraunið. Veðurskilyrði þar voru mæld fyrir um 2-3 árum en engar tilraunir í flugi s.s. mælingar á kviku eða skýjahæð hafa verið gerðar. Í skýrslu frá 1970 eftir Leif Magnússon er strax komin vísbending um að þessi staðsetning verði líklega ekki vænleg fyrir flugvöll. Hvassahraun sem möguleg staðsetning fyrir nýjan innanlandsflugvöll hefur verið lengi í umræðunni.

Eins og málið horfir við í dag er óvissan um þennan stað því mikil. Ef mælingar og tilraunir reynast ekki hagstæðar þá er málið á núllreit. Það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkur ár þegar niðurstöður mælinga og flugtilrauna liggja fyrir og þá sennilega milljónir ef ekki milljarðar farnir út um gluggann. Ef til kemur að Hvassahraun stenst skoðun er ekki sanngjarnt að borgin greiði helming af hönnunarkostnaði flugvallar í Hvassahrauni. Sá flugvöllur verður ekki innan borgarmarka Reykjavíkur. Ef til kæmi þá er nær að þau sveitarfélög þar sem flugvöllurinn verður tækju þátt í hönnunarkostnaðinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband