Ég var að vonum ánægð, eiginlega bara grátklökk

Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á fundi borgarstjórnar 21.4 að vísa tillögu Flokks fólksins um að skóla- og velferðaryfirvöld leiti eftir formlegu samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) m.a. í þeim tilgangi að stytta biðlista til Stýrihóps um heildstæða þjónustu við börn með sérþarfir.

Ég var að vonum ÁNÆGÐ!
Í þessum málaflokki hef ég getað í borgarstjórn nýtt sérfræðiþekkingu mína sérlega vel:)

Tillögunni fylgdi fimm síðna greinagerð sem ég las upp í þremur lotum. Hlekk inn á hana er að finna á kolbrunbaldurs.is undir Borgarmál 2020.

Í tillögunni segir að með samstarfinu er börnum hlíft við lengri bið á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Samstarfið myndi t.d. snúa að málum þar sem skimun hefur leitt í ljós sterkar vísbendingar um ADHD. Í samstarfinu fælist að sálfræðingur skóla og sérfræðingar ÞHS færu saman yfir málin og afgreiddu þau með viðeigandi hætti. Þessi hópur barna fengi þar með greiningu og viðeigandi meðferðarúrlausn fyrr en ella. Með samstarfi þessara tveggja þjónustustofnana myndu biðlistar styttast og jafnframt stytta bið þeirra barna sem glíma við önnur vandamál en þau sem kalla á aðkomu barnalæknis.

Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu voru í febrúar sl. 674 börn, 429 biðu eftir fyrstu þjónustu og 245 eftir frekari þjónustu. Mörg þessara barna hafa verið lengi á biðlista eftir fyrstu þjónustu. Þau börn sem þurfa síðan frekari þjónustu eftir að hafa fengið fyrstu þjónustu fara aftur á biðlista. Að lokinni fullri þjónustu hjá sérfræðingum skólaþjónustu er niðurstaðan stundum sú að vísa þarf málum barna til stofnanna á vegum ríkisins þ.m.t. ÞHS. Þá hefst enn á ný bið á biðlista.

Sjá frekari rök og upplýsingar um málið í greinargerð á kolbrunbaldurs.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband