Ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda undantekning

Ég hef verið óþreytandi í að benda á kostnað vegna ferða embættismanna, borgarstjóra og hans aðstoðarmanns erlendis. Vonandi snarfækkar ferðum núna í kjölfar Covid-19 enda allir orðnir flinkir í fjarfundum. Á sameiginlegum fundi Skipulags- og samgönguráðs og Umhverfis- og heilbrigðisráðs var lagt fram yfirlit yfir ferðir ráðanna árið 2019. Hér erum við að tala um 12 milljónir sem vel mætt nota í þágu eldri borgara og öryrkja svo ekki sé minnst á börnin.
Bókun Flokks fólksins við yfirliti yfir ferðakostnað starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs 2019:
Það fer gríðarmikið fé í ferðir erlendis hjá þessum sviðum, oft fara heilu hóparnir á ráðstefnur og e.t.v. í skoðunarferðir. Eiginlega er þetta ekki boðlegt enda allt á kostnað borgarbúa. Dagpeningar er stór hluti þessa kostnaðar og hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt til að þeir verði lagðir af og í staðin tekið upp notkun viðskiptakorts eins og mörg fyrirtæki hafa tekið upp og er slíkt fyrirkomulag með ákveðnu hámarki eðlilega. Nú má vænta þess að ferðum snar fækki vegna þess að með
Covid-19 lærði fólk að nota fjarfundakerfi. 
Ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda ættu því að geta orðið alger undantekning. Í tilfelli þessa sviðs er upphæðin 12.139.972. fyrir árið 2019. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hversu mikið borgarbúar hafa grætt á að þessar ferðir voru farnar?
 
Sjálf hef ég farið eina ferð á vegum borgarinnar, á fund oddvita til Osló.
Svo því sé haldið til haga. Ég reikna ekki með að fara frekari ferðir á þessu kjörtímabili, sé það alla vega ekki fyrir mér nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband