Sóun á metani í stað þess að nýta það er hrein og klár heimska

Í borgarstjórn er meirihlutinn að leggja fram græna planið sitt og er það gott eins langt og það nær. En í það vantar stóran þátt og þess vegna verður fulltrúi Flokks fólksins að sitja hjá. Það er nefnilega tvískinnungsháttur að tala um græna borg á meðan kosið er að brenna metani, grænni, innlendri afurð, frekar en að reyna að nýta það. Metan sem ekki er nýtt verður að brenna því það er vond gróðurhúsalofttegund. En það er hrein og klár heimska að verða að sóa því þar sem það er ekki nýtt sem yrði öllum til góðs. Það væri sem dæmi hægt að nota metanið á alla bíla á vegum borgarinnar.

Það er óskiljanlegt að sveitarfélögin sem eiga SORPU og sem reka alls konar bíla þ.m.t. strætó reki ekki fleiri metanbíla. Af hverju er ekki settur kraftur í að koma metani á strætisvagna, stóra og smærri flutningsbíla, vinnubíla, pallbíla og greiðabíla á vegum borgarinnar? Fólksbílar sem aka á metani myndu koma inn samhliða ef fólk fengi metanið á kostnaðarverði og gæti treyst því að verðið yrði stöðugt sem nemur líftíma metanbíls. Því meira sem metanið er nýtt því minna þarf að sóa því. . Nóg framboð er og verður meira með nýrri jarð- og gasgerðarstöð (GAJA). Hættum að brenna metani út í loftið og brennum því frekar á bílum. Öllum tillögum Flokks fólksins sem lúta að nýtingu metans hafa verið felldar eða vísað frá af meirihlutanumMethane Flame


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband