Martröð í bílastæðahúsum borgarinnar

Vandræði í bílastæðahúsum borgarinnar. Fundur í skipulags- og samgönguráði er um það bil að hefjast og mun ég leggja fram eftirfarandi tillögu að gefnu tilefni:parking_house_2-2
Fulltrúi Flokks fólksins gerir það að tillögu sinni að Reykjavíkurborg hafi neyðarnúmer/þjónustusíma sem hægt er að hringja í eftir hefðbundinn opnunartíma
Það er bagalegt hvað margt fólk hefur lent í ómældum vandræðum t.d. í bílastæðahúsum borgarinnar þegar það hefur lokast inni með bílinn sinn. Almennt séð er það ólíðandi að fólk geti ekki hringt í neitt númer, neyðar- eða þjónustunúmer þegar það lendir í vandræðum í einhverjum af stofnunum Reykjavíkurborgar eftir að lokar. Nýtt dæmi er að kona lokaðist inni í bílastæðahúsi á Laugavegi þar sem hún varð innlyksa með lítið barn en kom bílnum sínum ekki út. Hún hringdi í borgarfulltrúa sem reyndi að ná í einhvern hjá bílastæðasjóði en árangurslaust.

Þetta er ekki fyrsta tilfellið þar sem fólk lendir í vandræðum í bílastæðahúsum og hringir í angist sinni. Í þessu tilfelli voru slárnar uppi og enginn miði kom ef kallað var eftir honum. Þegar konan mætti aftur til að ná í bílinn höfðu slárnar verið settar niður og engin leið fyrir konuna að koma bílnum sínum út þar sem hún var ekki með miða. Hér þarf að bæta úr hið snarasta. Það myndi breyta miklu að hafa þjónustu/neyðarsíma sem fólk hefur aðgang að ef það lendir í vandræðum í borginni.

Bílastæðahúsin eru nú þegar hálftóm og tilfelli sem þessi hvorki eykur nýtingu þeirra eða vinsældir. Fleiri hafa nefnt að það sé bagalegt að ná ekki í aðstoð þegar fólk hefur lent í þeim aðstæðum að bílastæðahús hafa lokað og bíllinn situr fastur inni en þá virðist enginn vera til að aðstoða. Það getur bæði endað vanlíðan fólks sem og mikinn tilkostnað. Bílastæðahús mætti hafa opin eftir venjulega gjaldskyldu bílastæða. Það hvetti til notkunar þeirra og leysti mörg vandamál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband