Ég spurði lögguna þótt lögin séu í sjálfu sér alveg skýr

Eftirfarandi spurning hefur verið send löggunni. 
Ég er borgarfulltrúi Flokks fólksins og hef verið að vinna fyrir hreyfihamlaða ekki síst í tengslum við göngugötur í miðbænum.
 
Mig langar til að fá það staðfest hvort handhöfum stæðiskorta sé óhætt að nýta heimild 10. gr. umferðarlaga þar sem segir að þeir geti ekið göngugötur og lagt þar í stæði? Hin nýju umferðarlög tóku gildi 1. janúar 2020 og hefur þessi heimild verið til staðar frá þeim degi.
 
 
Margir handhafar stæðiskorta eru hræddir við þetta m.a. vegna neikvæðrar umræðu skipulagsyfirvalda í borginni gagnvart þessu ákvæði. Þeir vilja þess vegna vera alveg vissir um að þeir lendi ekki í vandræðum, vilji þeir nýta sér þessa heimild. Lögin eru vissulega alveg skýr.

Það truflar reyndar að búið er að setja upp keilur við innkomu á göngugötu og sem handhafar stæðiskort þyrftu þá að sveigja framhjá til að komast inn á göngugötuna á bíl sínum. Þá má jafnframt spyrja hvort það sé löglegt í ljósi þessara heimildar?
Keilur eru ákveðin hindrun og handhafar stæðiskorta gætu auk þess óttast að reka bíl sinn í þær.
 
Hlakka til að heyra í ykkur
Komið þið sæl.
Ég er borgarfulltrúi Flokks fólksins og hef verið að vinna fyrir hreyfihamlaða m.a. vegna aðgengismála ekki síst í tengslum við göngugötur í miðbænum.
 
Mig langar til að fá það staðfest hvort handhöfum stæðiskorta sé ekki óhætt að nýta heimild sem kveðið er á um í 10. gr. umferðarlaga þar sem segir að þeir geti ekið göngugötur og lagt þar í stæði? Hin nýju umferðarlög tóku gildi 1. janúar 2020 og hefur þessi heimild verið til staðar frá þeim degi.
 
Margir handhafar stæðiskorta eru hræddir við þetta m.a. vegna neikvæðrar umræðu skipulagsyfirvalda í borginni gagnvart þessu ákvæði. Þeir vilja þess vegna vera alveg vissir um að þeir lendi ekki í vandræðum, vilji þeir nýta sér þessa heimild. Lögin eru vissulega alveg skýr.
 
Það truflar reyndar að búið er að setja upp keilur við innkomu á göngugötu og sem handhafar stæðiskorta þyrftu þá að sveigja framhjá til að komast inn á göngugötuna á bíl sínum. Þá má jafnframt spyrja hvort það sé löglegt í ljósi þessarar heimildar?
Keilur eru ákveðin hindrun og handhafar stæðiskorta gætu auk þess óttast að reka bíl sinn í þær.
 
sektar ekki
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband