Borgarbúar eiga fleiri málsvara nú

Það gengur ekki allt illa í borgarstjórn eins og fram kemur í pistli Björn Jóns Bragasonar og fjallað er um á dv.is. Flokkur fólksins samþykkir og styður mál meirihlutans sem falla innan stefnu flokksins og lúta að því að auka og bæta þjónustu við fólkið. Sjálfstæðismenn voru í fyrra, í borgarstjórn með áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa og þá lagði ég fram þessa bókun:

Fjölgun borgarfulltrúa var tímabær og af hinu góða. Ótalmargt hefur breyst til hins betra. Minnihlutinn er fjölbreyttari og fleiri sjónarmið komast að. Eldra fyrirkomulagið var gallað og kostnaðarsamt. Sem dæmi, fólk sem var jafnvel lítt tengt pólitíkinni tók sæti í hinum ýmsu nefndum því borgarfulltrúar gátu ekki annað þeirri vinnu. Núna sjá kjörnir fulltrúar um mestu vinnuna. Það er lýðræðislegra en vissulega óhemju álag fyrir litla flokka. Kosturinn við fjölgunina er að nú eru fleiri mál, fyrirspurnir, tillögur, dýpri og lengri umræða sem er allt af hinu góða. Öflugur minnihluti getur stuðlað að bættum rekstri í borginni, aukins aðhalds og gegnsæi. Borgarbúar eiga fleiri málsvara nú. Fleiri eyru hlusta og meðtaka skilaboð frá borgarbúum. Ef borgarfulltrúar eru fáir falla mörg greidd atkvæði dauð sem kemur verst niður á litlum flokkum. Stórir flokkar nýta atkvæði sín best við þessar aðstæður og því kom þessi tillaga Sjálfstæðismanna ekki á óvart.

Má nefna að sá flokkur hélt oft meirihluta í Reykjavík fyrr á árum með minnihluta atkvæða. Það eru minni líkur á slíku þegar borgarfulltrúar eru 23 en ekki 15. Álit Alþingis er að borgarfulltrúar í Reykjavík eigi að vera 23-31. Lægsti mögulegi borgarfulltrúafjöldi er í Reykjavík eins og er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband