Mótsagnir meirihlutans

Við þurfum líka að flýta orkuskiptum. Eftir 10 ár verður bannað að flytja inn bensín og dísil bíla. Af hverju leggur borgarmeirihlutinn ekki áherslu á að hvetja til orkuskipta frekar en að hamast við að útrýma einkabílnum?
Í grein eftir Sigurborgu Ósk, formann skipulags- og samgönguráðs í Morgunblaðinu í dag talar hún um útblástursvanda. Í nýjum reglum sem tóku gildi 1.1. 2020 um hverjir eiga rétt á visthæfum skífum eru hvorki metanbílar né tvinnbílar á listanum. Það eru þessar mótsagnir hjá meirihlutanum sem fara hvað mest fyrir brjóstið á mér sem borgarfulltrúa og manneskju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband