Er rafbíll ekki vistvænn ferðamáti?

Það er verið að ræða hverfisskipulag Breiðholts á Morgunvaktinni á RÚV. Nú hefst viðvera á morgun í Gerðubergi og í næstu viku í Mjódd til að ræða þetta skipulag.
Áhersla er lögð á að gera vistvænum ferðamátum hátt undir höfði við borgargötur og að aðgengi allra sé tryggt, óháð hreyfigetu segir í nýju hverfisskipulagi Breiðholts.
Helstu samgöngutengingar ásamt hjólreiðarstígakerfi og gönguleiðir á að festa í sessi.
En hvergi í þessu skipulagi er minnst á raf- eða metanbílinn þegar talað er um vistvænar samgöngur í hverfisskipulagi Breiðholts.
En er ekki rafbíll vistvænn ferðamáti?

Flokkur fólksins lagði fram tillögu í síðustu viku um að skipulagsyfirvöld borgarinnar setji rafmagns- og metan bíla á lista yfir það sem þau kalla vistvænan ferðamáta. Nú eru aðeins 10 ár þangað til að bannað verður að flytja inn bensín- og dísilbíla.
Ég og við í Flokki fólksins vinnum fyrir eldri borgara og öryrkja.
Eldri borgarar og hreyfihamlaðir nota frekar bíl en hjól til að ferðast um. Samhliða þessum hugmyndum verður að fara að taka raf- og metanbíla inn í flokk vistvænna ferðarmáta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband