Hverfisskipulag Breiðholts, samráðsþátturinn

Tillögum Flokks fólksins um að auka aðgengi Breiðhyltinga að skipulagsyfirvöldum vegna hverfisskipulags Breiðholts var felld á fundi skipulags- og samgönguráðs í morgun. Aðallega var tillagan lögð fram til að tryggja að þeir sem halda sig heima nú vegna COVID fái tækifæri til að eiga samtal um hverfisskipulagið. En skipulagsyfirvöld telja ekki þörf á fjölgun viðveru eða frekari fundum þar sem mikil þátttaka hefur verið í samráðsferli eftir því sem segir í bókun þeirra.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að viðverudögum verði fjölgað í Mjódd og Gerðubergi vegna COVID ástandsins. Einnig fannst Flokki fólksins mikilvægt að beðið verði eftir að COVID aðstæður verði öruggari svo hægt er að halda almennilega íbúaráðsfundir í hverju hverfi og fyrir hverfið í heild.

Í því COVID ástandi sem nú ríkir treysta sumir sér ekki út úr húsi af ótta við smit. Sumir eru einnig  í sóttkví eða einangrun vegna COVID.

Hér þarf að gæta að jafnræði og sjá til þess að aðstæður séu með þeim hætti að allir hafi jöfn tækifæri til að kynna sér hugmyndirnar og koma skoðunum sínum á framfæri með beinum hætti.  

Með því að fella þessa tillögu er verið að loka fyrir þann möguleika að það fólk sem er fast heima vegna COVID geti komið til skrafs og ráðagerðar um hverfisskipulagið.
Fyrir þá sem eru fastir heima þeim þarf að bjóða aðrar leiðir til að fá kynningu og koma ábendingum sínum á framfæri. Vel má hugsa sér að starfsmaður fari í heimsóknir til fólks sem óska eftir að ræða málin.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband