VISSA Í ÓVISSU

Hver átti von á ađ upplifa ţćr ađstćđur sem nú ríkja, ađstćđur ţar sem skćđ veira skekur heiminn allan? Slíkar ađstćđur kalla á ćđruleysi og samstöđu. Í ćđruleysi felst m.a. ađ sćtta sig viđ ţađ sem ekki fćst breytt.  Enginn er beinlínis sökudólgur og enginn er óhultur. Veiran er sameiginlegur óvinur og allir, án tillits til samskipta eđa sambanda, vináttu eđa ágreinings ţurfa ađ berjast gegn vánni. 

 

Ţetta tekur vissulega á, annađ vćri líka sérkennilegt, en viđ höfum einfaldlega ekkert val. Ţađ er ekki í bođi ađ gefast upp og leyfa ţessum skćđa sjúkdómi ađ höggva óteljandi skörđ í samfélagiđ okkar međ tilheyrandi sársauka og hörmungum. Vert er ađ minna á ađ ţađ er vissa í óvissunni. Vissan er sú ađ ef viđ fylgjum leiđbeiningum sérfrćđinga okkar munum viđ ná yfirhöndinni. Einnig er vissa um ađ ţađ komi bóluefni. En ţar til ţurfum viđ ađ ađlagast breyttum venjum, tímabundiđ.  

 

Á međal okkar eru hópar sem halda ţarf vel utan um. Ţeir sem eru veikir, andlega og/eđa líkamlega. Annar hópur sem fer stćkkandi eru ţeir sem hafa misst lífsviđurvćri sitt. Hvađ tekur meira á andlegu hliđina en ađ missa vinnuna, mánađarlegar tekjur og vera skyndilega komin á atvinnuleysisbćtur? Sum börn eru auk ţess kvíđin og fylgjast grannt međ hvernig foreldrar ţeirra eru ađ bregđast viđ stöđunni frá degi til dags. Um ţessa hópa ţarf ađ halda sérstaklega utan um í gegnum ţennan erfiđa tíma. 

 

Ţađ er ekki allt alslćmt. Rafrćnar lausnir og samskipti á netinu hafa sannarlega bjargađ miklu en slíkt kemur  auđvitađ aldrei í stađinn fyrir nćrveru og snertingu. Tćkifćri til hreyfingar hefur takmarkast en ekki ađ fullu. Alltaf er hćgt ađ fara í göngu-, hjóla- og hlaupaferđir sem bjargar geđheilsu margra, ekki síst ţeirra sem stunda líkamsrćkt reglulega. Bjartsýni og ekki síst uppbyggjandi tal hjálpar bćđi sjálfum manni og ţeim sem standa nćrri.


Hér er, eins og viđ ýmsar ađrar ađstćđur, hćgt ađ horfa á glasiđ sem hálf fullt í stađinn fyrir hálf tómt. Spyrja sig, hvađ er ţađ sem ég hef sem er öruggt og gott? Horfa á ţađ sem er TIL frekar en ađ einblína á ţađ sem VANTAR. Spyrja sig, hvađ get ég gert meira í ţessum ađstćđum, sem ég má gera samkvćmt sóttvarnarreglum en sem ég hef ekki veriđ ađ gera? Kemur mögulega eitthvađ gott út úr ţessu öllu?

Fyrir langflesta skiptir máli ađ halda einhverri rútínu ţótt innandyra sé, finna leiđir til ađ skapa og búa eitthvađ til. Sumum finnst hjálp í ţví ađ skrifa, t.d. skrifa dagbók eđa taka til hjá sér, flokka og rađa, prjóna, teikna, lita eđa hugleiđa og slaka á. Fyrir ţá sem voru orđnir fullir af streitu og ţreytu ţegar kófiđ skall á, er nú lag ađ nota tímann og hvíla sig, ná ţreki ađ nýju. Ef kólguský halda áfram ađ hrannast upp ţrátt fyrir allt, ţá umfram allt ađ leita ađstođar.  Ađ biđja um hjálp er ekki feimnismál og allir geta á einhverjum tímapunkti veriđ í ţeim sporum. Hjálp er fyrir hendi. Ţađ birtir upp um síđir ţví ekkert ástand varir ađ eilífu.

 Birt í Fréttablađinu 10.11. 2020

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband