Bjöllur á kisur svo sem flestir ungar komast á legg

Fulltrúi Flokks fólksins lagđi ţađ til á fundi borgarráđs í apríl ađ borgarráđ beini ţví til umhverfis- og heilbrigđisráđs ásamt Dýraţjónustu Reykjavíkur (DÝR) ađ send verđi út tilmćli til kattaeigenda ađ ţeir setji bjöllur a.m.k tvćr á ketti sína viđ upphaf varptíma fugla í maí. Fulltrúi Flokks fólksins er mikill kattavinur en einnig mikill fuglavinur.  Kattahald er útbreitt  í borginni og ţeir kettir ţurfa ekki ađ veiđa sér til matar. Kettir ganga flestir lausir og fara sínar ferđir. Kettir er mikilvćg gćludýr í borgum, en kettir höggva stór skörđ í stofna smáfugla međ ungaveiđum.  Flestum finnst mikilvćgt ađ standa vörđ um fuglalíf enda lífgar fuglalíf upp á umhverfiđ í borginni. Spörfuglar gera garđrćktendum gagn međ ţví ađ halda meindýrum á trjám í skefjum. Ábyrgir kattaeigendur draga mikiđ úr veiđiárangri katta međ ţví ađ setja bjöllur eđa/og litsterk hálsskraut  á ketti sína. Tvćr til ţrjár bjöllur í háls-ól katta sem klingja viđ samslátt valda ţví ađ köttur á erfitt međ ađ koma bráđ á óvart.  Ein bjalla hefur takmarkađ gildi. Fulltrúi Flokks fólksins vill međ ţessari tillögu leggja sitt ađ mörkum til ađ fleiri fuglsungar í Reykjavík komist á legg og umhverfisgćđi batni.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband