Gróđurhús meirihlutans

Á fjárhagsáćtlun 2021 til 2025 ákvađ meirihlutinn í borginni ađ eyđa 10 milljörđum á nćstu ţremur árum í stafrćna ţróun á Ţjónustu- og nýsköpunarsviđi Reykjavíkurborgar (ŢON). Hvorki er skilgreint ađ heitiđ geti, hvađ skal vinna, hverjar verđa afurđirnar né hvernig ţćr muni nýtast borgarbúum. Fjáraustur til ŢON er mikill. Ţjónustu hefur veriđ útvistađ til einkafyrirtćkja og innlend og erlend ráđgjafarfyrirtćki hafa mikil áhrif á rekstur sviđsins. Á sama tíma hefur fastráđnum kerfis- og tölvunarfrćđingum veriđ sagt upp.

Vissulega er nauđsynlegt ađ ráđast í stafrćna ţróun á ţjónustu borgarinnar til ađ hún verđi ađgengileg og umhverfisvćn.   

Dćmi um stafrćnt verkefni ţar sem rennt er blint í sjóinn međ hvort ţjónusta batni eđa auki hagrćđingu er hiđ svo kallađa „Gróđurhús“. Utan um „Gróđurhúsiđ“ hefur veriđ rekin sérstök skrifstofa á ţriđja ár.  
„Gróđurhúsinu“ hefur veriđ lýst međ eftirfarandi hćtti:

Ţegar ţú mćtir í Gróđurhúsiđ ertu í raun ađ samţykkja ađ henda ţér út í einhvern prósess, eitthvađ ferli. Ţađ mun svo leiđa ţig eitthvert. Ţađ mćtti segja ađ Gróđurhúsiđ einblíni 90% á ferliđ, og svona 10% á útkomuna. Eitt stćrsta verkefniđ er ađ samstilla teymiđ, hjálpa fólki ađ vinna saman og taka ákvarđanir. Útkoman sjálf skiptir ţannig séđ ekki höfuđmáli.“

Segja má ađ „Gróđurhúsiđ“ sé samnefnari yfir kostnađarsöm stafrćn tilraunaverkefni sem ekkert áţreifanlegt hefur komiđ út úr.

Á međan veittir eru milljarđar króna í stafrćn tilraunaverkefni bíđa 957 skólabörn eftir fagţjónustu m.a. sálfrćđinga og talmeinafrćđinga. Hluti ţessa fjármagns kćmi sér vel til ađ bćta ţjónustu viđ börn, eldri borgara og öryrkja.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt fjáraustur sem fer umfram ţađ sem teljast má nauđsynlegt og eđlilegt til stafrćnnar umbreytinga. Reykjavíkurborg er ekki einkafyrirtćki á alţjóđamarkađi, heldur samfélag sem ţarf ađ reka skynsamlega. Gagnrýn hugsun og heilbrigđ skynsemi ţarf ađ vera til stađar hjá ţeim sem eiga ađ axla ábyrgđ. Rauđ ljós eru fyrir löngu farin ađ blikka.

 Birt í Fréttablađinu 7.4. 2021
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband