SPORLOF var það heillin

SPORLOF var það heillin.
Her­ferð Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem efnt var til nýyrðasam­keppni fyr­ir enska hug­takið Staycati­on kostaði rúm­ar tvær millj­ón­ir. Þetta kem­ur fram í svari upp­lýs­inga­full­trúa í sam­skiptateymi skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara við fyr­ir­spurn mbl.is.

Ég fæ stundum þessa tilfinningu að borgarbatteríið sé stjórnlaust. Þetta orð er þess utan óskiljanlegt og hver er tilgangurinn með því að borgin standi fyrir nýyrðasamkeppni. Nýyrði verða til að sjálfu sér þegar þörf er á.
 
Í svona lagað er meirihlutinn í borgarstjórn alveg til í að splæsa á rúmum tveimur milljónum.

En þegar kemur að börnum og að þjónusta þau þá er ekki til peningur. Nú bíða 1033 börn eftir að komast til fagfólks skóla, einna helst til sálfræðinga og talmeinafræðinga.
 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/05/23/rumar_tvaer_milljonir_i_sporlof/?fbclid=IwAR2sf-DVah_OYXwakpapopP0z_e_9zpaurbY6MAkg1ePT111vVQiG7pSw-8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband