12 bílastæði

Án samráðs við íbúanna eftir því sem ég best veit er búið að taka 12 bílastæði við Brávallagötu undir rafbílastæði. Þarna eru mikil þrengsl og þarna er líka hjúkrunarheimilið Grund. Í þessu hverfi býr án efa einhverjir sem ekki eiga rafbíl vegna þess að þeir hafa ekki efni á að kaupa sér hann. Þetta fólk fær nú ekki stæði gamlan bíl sinn.
 
Fulltrúi Flokks fólksins hefur talað manna hæst um að flýta skuli orkuskiptum. Rafbílar eru því miður enn of dýrir og þeir sem eru efnaminni hafa einfaldlega ekki ráð á að kaupa slíkan bíl.
 
Metanbílar eru ekki margir í Reykjavík og hefur borgin (Sorpa) frekar vilja brenna metan á báli á söfnunarstað en nýta það eins og þeir á Akureyri gera svo vel. 
 
Ég mun vilja leggja fram fyrirspurn um þetta mál í skipulags- og samgönguráði. Mér finnst þessi aðgerð lykta af þvingun en hvernig á að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það getur ekki gert, sem það hefur ekki ráð á að gera?
 
Bílastæði fjarlægð af Brávallag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband