Vissuð þið?

Vissuð þið að 1. nóvember 2021 biðu 400 börn eftir þjónustu talmeinafræðings í Reykjavík?
Ég lagði fram fyrirspurn um þetta á fundi velferðarráðs í gær.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um 400 börn sem bíða eftir þjónustu talmeinafræðings:

Hinn 1. nóvember 2021 voru 400 börn á biðlista, á bið eftir þjónustu talmeinafræðings í Reykjavík.
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir nánari sundurliðun á þessum vanda barnanna og greiningu á tilvísunum eftir alvarleika.

Það er sérlega bagalegt að öll þessi börn séu að bíða eftir svo mikilvægri þjónustu. Ef horft er til þeirra barna sem glíma við málþroskavanda þá hafa rannsóknir sýnt að börn og unglingar með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í félagslegum aðstæðum og eru þau einnig berskjaldaðri fyrir tilfinningalegum erfiðleikum.

Á unglingsárunum eykst þörf einstaklinga fyrir náin félagsleg samskipti við jafningja. Slök máltjáning og slakur orðaforði er ein aðalástæða þess að unglingar með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í tengslamyndun við félaga sína vegna þess að tímabil unglingsára er talið eitt það mest krefjandi tímabil í lífi fólks þar sem á þeim árum eiga miklar breytingar sér stað, bæði líffræði-, vitsmuna-, félags- og tilfinningalega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband