Ófremdarástand í leikskólum vegna manneklu

Nú er staðan þannig á mörgum leikskólum að börn eru send heim nánast daglega vegna skorts á starfsfólki.
Ég lagði inn fyrirspurn um þetta í borgarráði í morgun:
 
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvað skóla- og frístundasvið er að gera í málinu ef eitthvað?
Hefur verið skoðað hvað áhrif þetta hefur á foreldra og stöðu þeirra í vinnum sínum?
 
Þetta er ómögulegt ástand. Þetta er fyrsta stig menntunar fyrir börnin og með þessu er verið að svíkja þau um hana.
Svo er ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar stökkvi fyrirvaralaust úr vinnu til að sækja börnin sín.

Í þessum málum ríkir ófremdarástand.
Orlofsdagar rétt duga fyrir sumarfríi og þá á eftir að gera ráð fyrir skipulagsdögum. Ekki öll heimili búa svo vel að vera með 2 foreldra sem skipta þessu á milli sín og efnaminna fólk hefur bara alls ekki efni á að fjölga þeim dögum sem þau eru frá vinnu. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta ólíðandi ástand fyrir foreldra og börnin og hlýtur ekki síður að vera erfitt fyrir starfsfólkið.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband