Bruðlið burt úr borginni

lokkur fólksins kallar eftir að borin sé meiri virðing fyrir verðmætum í borginni. Margar fjárfestingar borgarinnar eru í senn ómarkvissar og óhagkvæmar og staðið er í samkeppnisrekstri sem ætti að vera utan verkahrings borgarinnar.

Flokkur fólksins vonar að á næsta kjörtímabili verði við stjórnvölinn meirihluti sem er tilbúinn til að eyða biðlistum, tryggja börnum fagþjónustu, taka á fátæktarvandanum og vinna í málefnum öryrkja og eldri borgara. Auka þarf jöfnuð, losa um höft og frelsisskerðingar og tryggja réttlæti fyrir alla samfélagshópa.

Vinna á hverfaskipulag með fólkinu og að samgöngumálum með þarfir allra í huga. Frumskilyrði er að borin sé virðing fyrir fjármunum borgarbúa en þó fyrst og fremst virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess.

SORPA ekki einsdæmi

SORPA var nýlega dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum tæpar 90 m.kr. vegna mistaka við útboð byggingar á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, GAJA.

GAJA er ónothæf og óljóst hvenær hún verður virk. SORPA hefur hækkað gjaldskrána úr öllu hófi til að mæta dýrkeyptum mistökum. Sá er hængur á stjórn SORPU að þar er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu, þekkingu eða skilning á þessum málum.

Vert er að skoða hvort röð mistaka hjá SORPU megi mögulega setja á reikning meints þekkingarleysis stjórnarmanna?

Stafræn sóun

Ég hef gagnrýnt stafræna sóun í eitt ár. Eyðsla fjármuna er í engu samræmi við tilbúnar afurðir. Enn er beðið eftir nauðsynlegum stafrænum lausnum sem ýmist eru enn á tilrauna- eða þróunarstigi, eða á byrjunarstigi innleiðingar löngu eftir áætlun. Fulltrúi Flokks fólksins hefur beðið innri endurskoðun að fara ofan í kjölinn á þessu máli.

Hægt er að reka borgina betur. Það er eins og það gleymist að verið er að sýsla með skattfé borgarbúa. Flokkur fólksins lagði til að fenginn yrði ráðgjafi til að fara yfir rekstur helstu deilda, með það að markmiði að hagræða. Tillagan var felld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband