Lóðarsamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna

Lóðaleigusamningar olíufélaganna var til umræðu á fundi borgarráðs í morgun.
Samninganefndin mætti.

Um var að ræða 4 mál:
Minnisblað borgarstjóra, Rammasamkomulag við Atlantsolíu og Orkunnar og Samkomulag við Löður vegna uppbyggingar á lóðinni Lambhagavegi 12.
Lóðirnar eru 16 en samningarnir mun fleiri sem eru undir. 

Hér koma bókanir fulltrúa Flokks fólksins í þessum málum.

 
Minnisblað borgarstjóra

Markmiðið er sannarlega að fækka bensínstöðvum. Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að reyna að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því.
Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á lóðum sem eru nú undir bensínstöðvum í lóðir fyrir íbúðarhús. Það sem þegar hefur komið fram bendir til þess að borgin nýti þessa stöðu illa. Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himin háan kostnað til að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðu. Hvergi kemur skýrt fram hver á að hreinsa lóðina þegar henni er skilað. Á t.d. að skila henni án eiturefna? Hvergi hefur heldur verið reiknað út hver er kostnaður af hreinsun? Hann þarf að áætla með rökum. Einhverjir samningar hafa nýlega runnið út eða eru að renna út. Í þeim tilfellum er samningsstaðan góð og þá ætti að bíða nema eitthvað annað réttlæti að ganga þurfi strax til samninga.
Út frá þeim upplýsingum sem hafa fengist má draga þá ályktun að borgin sé að semja af sér. Sjálfsagt hefði verið að lóðarhafa greiddu til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Samkvæmt því sem þegar hefur komið fram um þessa samninga má ætla að núverandi lóðarhöfum séu færðir verulegar fjárupphæðir.


Rammasamkomulag vegna fyrirhugaðrar breytinga á aðstöðu eldsneytisstöðva Atlandsolíu og Orkunnar

Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á bensínstöðvalóðum í lóðir fyrir íbúðarhús.
Allir þessir rammasamningar eru eins og skiptir engu hvenær eða hvort þeir hafi runnið út. Vel kann að vera að rétt sé að gera samkomulag sem þetta í þeim tilfellum þar sem samningar eru í gildi til margra ára í viðbót Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himin háan kostnað að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðuna. Fram kemur að olíufélögin hefðu sagt að það kostaði 100 milljónir að hreinsa t.d. Fellsmúlann. Það eru einu upplýsingarnar um hvað hreinsun mögulega kostar.
Út frá þeim upplýsingum sem hafa fengist má draga þá ályktun að borgin sé að semja af sér. Lóðarhafar greiða t.d. ​ekki sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Ætla má að núverandi lóðarhöfum séu færðir verulegar fjárupphæðir frá þeim sem koma til með að kaupa fasteignir á þessum lóðum. Þessi líklegi hagnaður á að falla borginni í skaut. Fulltrúi Flokks fólksins er á því að fá þarf úr því skorið hvort borgin hafi samið af sér.


Samkomulag við Atlantsolíu vegna Háaleitisbrautar 12

Samkomulag við Atlantsolíu vegna fyrirhugaðra uppbyggingar á lóðinni Háaleitisbraut 12 í Reykjavík. Þetta samkomulag er að sama meiði og hin. Nýtingu lóðarinnar verði breytt, núverandi mannvirki rifin og á henni verði reistar íbúðir í bland við
atvinnuhúsnæði. Lagt er upp með að í nýju deiliskipulagi verði valkvætt af hálfu lóðarhafa hvort á efri hæðum verði íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði. Fram kemur að vegna breyttrar hagnýtingar og aukins byggingarmagns á lóðinni mun lóðarhafi ekki greiða sérstaklega
til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Hér er verið að færa Atlantsolíu háar upphæðir. Af hverju er félaginu ekki gert að greiða innviðagjöld.

 
Samkomulag við Löður vegna uppbyggingar

Í þessu samkomulagi mun lóðarhafi láta vinna nýja deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Lambahagvegur 12. Byggja á upp á lóðinni bílaþvottastöð og eldsneytisdælur en ekki íbúðarhús. Þetta samkomulag er því ekki að sama meiði og hin þar sem olíufélögin fá að byggja hús á lóðunum ýmist með því skilyrði að fækka dælum eða hætta með þær alfarið án tillits til hvort samningar hafi runnið út, séu um það bil að renna út eða séu í gildi til næstu ára.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband