Konum ekki lengur úthýst úr gömlu klefunum í Sundhöll Reykjavíkur

Hér er skýrt dæmi um hvernig "dropinn holar steininn" en í þrjú ár hef ég haldið þessu máli á lofti í borgarstjórn, í mannréttindaráði og í skipulagsráði í samvinnu við Eddu Ólafsdóttur sem stundað hefur sund í Sundhöllinni í hálfa öld og doktor Vilborgu Auði Ísleifsdóttur.

Baráttan hefur staðið um það réttlætismál að konur fái aftur aðgang að eldri búningsklefum kvenna eftir að endurgerð þeirra var lokið í gömlu byggingunni alveg eins og karlarnir höfðu fengið. Þannig átti það ekki að vera heldur stóð þeim aðeins til boða hinir nýju klefar en staðsetning þeirra er bagaleg því frá þeim að laug er löng leið sem ganga þarf utandyra í blautum sundfötum til að komast inn í Sundhöllina. Þetta máttu stúlkur í sundkennslu einnig þola og það um hávetur.

Konum fannst þeim hafa hreinlega verið úthýst úr Sundhöllinni. Jafnréttissjónarmiði var fótum troðið að mati fulltrúa Flokks fólksins og engin spurning var um að  farið var á svig við jafnréttislög. Í mörgum málum, fyrirspurnum og tillögum reyndi ég að fá þessu breytt en því öllu hafnað. Ég tók málið upp í borgarstjórn og þótti borgarstjóra lítið til um það.

En nú hefur dropinn holað steininn eins og sjá má í þessari grein. Ég segi bara til hamingju kvensundgestir Sundhallar Reykjavíkur! 

 

Sundhöll 1

https://www.frettabladid.is/frettir/ofremdarastand-riki-i-sundhollinni-tekist-a-um-gomlu-klefana/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband