Rangt er ađ leggja niđur Borgarskjalasafn

Nú hefur leynd veriđ létt af KPMG skýrslunni um Borgarskjalasafn sem kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ:

"Óbreytt ástand er ekki möguleiki"

Ţetta er gildishlađin fullyrđing. KPMG skýrslan er ekki vandađ plagg ađ mati okkar í Flokki fólksins. Niđurstađan er pöntuđ. Flokkur fólksins telur ađ borgarstjóri og hans fólk sé fyrir löngu búiđ ađ ákveđa ađ leggja niđur Borgarskjalasafn. Einungis voru höfđ tvö viđtöl viđ borgarskjalavörđ og teymisstjóra eftirlits og rafrćnna skila. Vinnan núna er ţví ólík vinnu međ KPMG áriđ 2018. Ekkert hefur veriđ fundađ međ öllum starfsmönnum Borgarskjalasafns, engir stefnumótunar- eđa verkefnafundir haldnir međ starfsmönnum og greinendur hafa ekki kynnt sér ítarlega verkefni eđa störf safnsins. Ekki var haldinn fundur međ forstöđumanni Borgarskjalasafns til ađ kynna drög ađ tillögum. Hér er ekki um neina stefnumótunarvinnu ađ rćđa heldur er ađeins keyrt áfram og yfir alla sem máliđ varđar. Ţetta eru allt upplýsingar frá starfsfólkinu.

Skýrslan er neikvćđ, og fjallađ er međ niđurrífandi hćtti um Borgarskjalasafn. Allt gert til ađ láta Safniđ líta illa út til ađ réttlćta ađ skella í lás. Ekki er minnst á styrkleika Safnsins, ađeins einblínt á vandamálin. Fela á verkefniđ öđrum í stađ ţess ađ skođa leiđir til ađ efla safniđ. Hávćr mótmćli eru um áformin og telur Flokkur fólksins ađ borgarstjóri eigi umsvifalaust ađ draga ţessa tillögu til baka og biđja starfsfólk Borgarskjalasafns afsökunar. Illa hefur veriđ komiđ fram í ţessu máli á allan hátt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband