Rangt er að leggja niður Borgarskjalasafn

Nú hefur leynd verið létt af KPMG skýrslunni um Borgarskjalasafn sem kemst að þeirri niðurstöðu að:

"Óbreytt ástand er ekki möguleiki"

Þetta er gildishlaðin fullyrðing. KPMG skýrslan er ekki vandað plagg að mati okkar í Flokki fólksins. Niðurstaðan er pöntuð. Flokkur fólksins telur að borgarstjóri og hans fólk sé fyrir löngu búið að ákveða að leggja niður Borgarskjalasafn. Einungis voru höfð tvö viðtöl við borgarskjalavörð og teymisstjóra eftirlits og rafrænna skila. Vinnan núna er því ólík vinnu með KPMG árið 2018. Ekkert hefur verið fundað með öllum starfsmönnum Borgarskjalasafns, engir stefnumótunar- eða verkefnafundir haldnir með starfsmönnum og greinendur hafa ekki kynnt sér ítarlega verkefni eða störf safnsins. Ekki var haldinn fundur með forstöðumanni Borgarskjalasafns til að kynna drög að tillögum. Hér er ekki um neina stefnumótunarvinnu að ræða heldur er aðeins keyrt áfram og yfir alla sem málið varðar. Þetta eru allt upplýsingar frá starfsfólkinu.

Skýrslan er neikvæð, og fjallað er með niðurrífandi hætti um Borgarskjalasafn. Allt gert til að láta Safnið líta illa út til að réttlæta að skella í lás. Ekki er minnst á styrkleika Safnsins, aðeins einblínt á vandamálin. Fela á verkefnið öðrum í stað þess að skoða leiðir til að efla safnið. Hávær mótmæli eru um áformin og telur Flokkur fólksins að borgarstjóri eigi umsvifalaust að draga þessa tillögu til baka og biðja starfsfólk Borgarskjalasafns afsökunar. Illa hefur verið komið fram í þessu máli á allan hátt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband