Kári blásinn af

Nú hefur Sorpa viđurkennt mistök viđ byggingu flokkunarstöđvar í Álfsnesi. Framkvćmdarstjóri segir ađ mistök hafi veriđ gerđ ţegar ákveđiđ var ađ kaupa flokkunarkerfi sem vitađ var ađ myndi ekki skila af sér nothćfri moltu. Takiđ eftir! „vitađ var ađ flokkunarkerfiđ myndi ekki skila af sér nothćfri moltu“. Hver kaupir rándýrt flokkunarkerfi sem vitađ er ađ skilar ekki nothćfu hráefni til moltugerđar?  Ţađ gerđi Sorpa.

Milljarđur er farinn í súginn hjá Sorpu. Reyndar hafđi stjórn Sorpu mikla trú á ţessu flokkunarkerfi í byrjun. Bundnar voru einnig vćntingar til vindflokkara sem Sorpa fjárfesti í. Vindflokkarinn er sérstakur vélbúnađur sem fékk nafniđ Kári og átti hann ađ blása léttu plasti frá ţyngra lífrćnu efni. Ţetta gekk reyndar aldrei almennilega og ef rétt er munađ bilađi Kári. Nú hefur Kári veriđ blásinn endanlega af og einnig móttöku- og flokkunarstöđin í Álfsnesi eins og hún leggur sig. Skella á í lás ţví aldrei mun koma nothćf molta út úr framkvćmdinni og eru mistök viđurkennd.

 

Stjórn hlustađi ekki á varnarorđ

Viđ ţessu var margsinnis varađ m.a. af borgarfulltrúa Flokks fólksins sem fékk fátt annađ en bágt fyrir frá meirihlutanum og fulltrúa borgarinnar í stjórn Sorpu. Hér má vísa í eina af mörgum bókunum Flokks fólksins frá 2021 ţar sem varađ er viđ ađ aldrei komi nothćf molta út úr ţessu kerfi:

„GAJU var lýst sem töfrabragđi, átti ađ geta tekiđ blandađ sorp og gert úr ţví hágćđa moltu. Fyrir utan Kára átti ađ veiđa málma úr sorpinu međ segli, en ađeins járni er hćgt ađ ná međ segli. Stjórn Sorpu hlustađi ekki á varnarorđ. Niđurstađan varđ plastmenguđ molta međ málmum og gleri, mengun langt yfir viđmiđi. Sorpa hindrađi ađgengi ađ gögnum. Sorpa neitađi ađ afhenda sýni. Gögn voru loks afhent sem sýndu ađ 1.7% af moltu var plast, 2 mm eđa stćrra. Viđmiđiđ á ađ vera 0.5%. Moltan var međ öllu ónothćf. GAJU ćvintýriđ, ţessi hluti alla vega var bara draumsýn sem kostađ hefur borgarbúa og ađra eigendur Sorpu ómćlt fé“

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn

Birt í Fréttablađinu 9. mars 2023


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband