Í dag verđur skipt um borgarstjóra

Í dag verđur skipt um borgarstjóra. Búiđ er ađ bođa til aukaborgarstjórnarfundar og eigum viđ borgarfulltrúar ađ greiđa atkvćđi. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitađ ađ Einar Ţorsteinsson verđi nćsti borgarstjóri. Auđvitađ má spyrja hér til hvers ađ kjósa? Sú skipti sem hér um rćđir er innbyrđis ákvörđun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um ađ segja eđa gera. Jafnvel ţótt allur minnihlutinn greiđi atkvćđi gegn Einari ţá verđur hann samt borgarstjóri.
Meirihlutinn er jú meirihluti.
 
Auđvitađ óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnađar í ţessu embćtti sem er stórt og ábyrgđarmikiđ. Flokkur fólksins óskar ţess einnig ađ honum beri gćfa til ađ taka skynsamar ákvarđanir, ákvarđanir sem gagnast fólkinu og verđi til ađ betrumbćta velferđina, skólamálin og almenna ţjónustu viđ fólkiđ. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á ţann tíma sem liđinn er frá kosningum er ekki gott ađ segja hvernig ţróun mála verđur. Fram til ţessa hefur Einar tekiđ stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á ađ stjórna borginni og gert ţćr ađ sínum eftir ţví sem best er séđ. En svo veit mađur auđvitađ aldrei.
 
En ţađ ţarf ađ bretta upp ermar svo mikiđ er víst. Ekki gengur ađ halda áfram ađ skerđa ţjónustu. Fátćkt og ójöfnuđur hefur aukist á vakt ţessa og síđasta meirihluta. Ţađ sýna nýlegar niđurstöđur Ţjóđarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu ađ eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru ţađ 5% fleiri en áriđ áđur. Ţetta er slćm ţróun. Kjörorđ Flokks fólksins er fćđi, klćđi og húsnćđi og ţessi ţrjú orđ er rauđur ţráđur í gegnum allt starf Flokks fólksins. Međ ţetta ađ leiđarljósi höldum viđ áfram okkar baráttu í borgarstjórn ţađ sem eftir er af ţessu kjörtímabilinu.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband