Galið umferðarástand á efri hluta Breiðholtsbrautar

Ástandið á Breiðholtsbraut frá Jafnaseli að Rauðavatni er skuggalegt um þessar mundir. Það voru stór mistök að byrja ekki á að breikka þennan kafla Breiðholtsbrautar áður en ráðist var í framkvæmd 3ja áfanga Arnarnesvegar. Þetta ástand á eftir að vara lengi og var það slæmt fyrir. Hver ber á þessu aðalábyrgðina? Vandinn er slíkur að oft er ekki hægt að komast út úr hringtorginu frá Suðurlandsvegi til að beygja inn til hægri inn á Breiðholtsbrautina vegna bílateppu. Þrengingar eru miklar vegna framkvæmda við Arnarnesveg. Þetta ástand skapar slysahættu svo ekki sé minnst á umferðarkraðakið sem þarna myndast á háannatíma. Þetta var auðvitað fyrirsjáanlegt. Það dugar ekki að breikka aðeins smá bút af Breiðholtsbrautinni að Arnarnesvegi heldur verður að breikka Breiðholtsbrautina alla leið að Rauðavatni ef vel á að vera.
Ákall borgarbúa um breikkun er hunsað. Þetta bitnar á öllum þeim sem aka þessa leið, margir á leið út úr bænum og aðrir á leið inn í borgina. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2021 um „að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar frá Jafnaseli að Rauðavatni". Tillagan var felld af meirihlutanum.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 29. maí 2024:

Tillaga Flokks fólksins um að gerð verði úttekt á þeirri ákvörðun að byrja á 3ja áfanga Arnanesvegar áður en Breiðholtsbrautin milli Jafnasels og Rauðavant var tvöfölduð. Með því að byrja fyrst á svo stórum framkvæmdum sem Arnarnesvegurinn er áður en Breiðholtsbrautin var tvöfölduð voru gerð alvarleg mistök sem einhver þarf að bera ábyrgð á.

Greinargerð 

Á þessum kafla ríki nú ófremdarástand. Umferðarteppur og tafir vegna þeirra eru þær mestu sem sést hefur á stað þar sem umferðarþungi er gríðarlegur og yfir svo langan tíma sem raun ber vitni. Vandinn er slíkur að oft er ekki hægt að komast út úr hringtorginu frá Suðurlandsvegi til að beygja inn til hægri inn á Breiðholtsbrautina. Þrengingar eru miklar vegna framkvæmda við Arnarnesveg.  Þetta ástand skapar mikla slysahættu svo ekki sé minnst á umferðarkraðak á háannatímanum. Ákall borgarbúa um breikkun hefur verið hunsað. Þetta bitnar á öllum þeim sem aka þessa leið, margir á leið út úr bænum og aðrir á leið inn í borgina. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2021 um „að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar frá Jafnaseli að Rauðavatni". Tillagan var felld af meirihlutanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband