Virkja þarf þjónustustefnu Strætó bs.

Á fundi borgarráðs hyggst ég leggja fram tillögu um að gerð verði óháð úttekt á þjónustu Strætó bs., sérstaklega með tilliti til þjónustulundar, viðmóts og sveigjanleika í garð notenda Strætó bs. samkvæmt samþykktri þjónustustefnu byggðasamlagsins. Mikilvægt er að skoða einnig stjórnendur og hæfni þeirra til stjórnunar fyrirtækisins.  Skoðað verði sérstaklega þætti eins og hvort starfsfólk þ.m.t. vagnstjórar þekki hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins. Einnig hvort starfsfólk:

 -sýni drifkraft í störfum sínum með frumkvæði, kjark og þor að leiðarljósi?  

-vinni vel saman að hagsmunum og framtíðarsýn Strætó og mynda þannig sterka liðsheild?  

-skapi traust þeirra sem reiða sig á þjónustu Strætó og sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki? 

-sýni viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu?

-eru vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum?

-geti veitt upplýsingar um starfsemi Strætó?

-beri virðingu fyrir ásýnd Strætó og umhverfi_

 

Þessi tillaga er lögð fram í ljósi fjölmargra kvartanna, sumar hverjar alvarlegar, sem berast reglulega til Strætó bs. Strætó er með þjónustustefnu sem virðist samkvæmt fjölda kvartanna vera meira orð á blaði en raunveruleiki. Markmið þjónustustefnunnar er m.a. að skapa traust notenda, sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki og sýna viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu sem og að vera vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum.  Á þessu er pottur brotinn. Það er þess vegna mikilvægt að óháður utanaðkomandi aðili verði fenginn til að rannsaka hverju það veldur að Strætó bs. gangi svo illa að fylgja þjónustustefnunni sem raun ber vitni. Reglulega berast fréttir af slæmri framkomu Strætó bs gagnvart farþegum. Nýlegt dæmi er að 10 ára stúlku var vísað úr  strætisvagni á miðri leið að því er virðist að tilefnislausu. Engar skýringar hafa enn verið gefnar á atvikinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband