Bráðavandann í umferðinni verður að leysa

Bráðavandann í umferðinni verður að leysa. Í morgun var ástandið sérlega slæmt enda skólarnir að byrja. Hægt væri að laga mikið ef ráðist væri í að nútímavæða umferðarljósastýringar. Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru þær götur sem eru með mesta umferðarflæði í Reykjavík og í morgun var þar bara allt fast. Ljósin voru stillt þannig að græna ljósið logaði í 15 sekúndur og rauða í 50 sekúndur á leið vestur í bæ. Þetta ætti að vera búið að leysa.  Snjallljósastýringarkerfi sem les umferðina og bregst við samkvæmt aðstæðum má finna í öllum borgum í Evrópu. Með snjallljósstýrikerfi er umferðarflæði meira og eyðsla, mengun og skemmdir á malbiki minni. Ef tafir eru miklar eru bílar sífellt að hægja á sér, nema staðar og taka af stað með tilheyrandi mengun. Það klukkuprógramm sem er við lýði með fjórum stillingum er ekki snjallkerfi. Tafir eru miklar og afkastageta á umferðargötum borgarinnar er í mesta lagi 50%. Ef snjallljósastýringar væru við lýði myndu ljósin nema þörfina og flæði umferðar yrði í samræmi við umferðarþunga og aðstæður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband