Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi við Sæbraut

Sumt verður bara að laga strax og það á við um umferðaröryggi á Sæbraut. Því miður virðist oft þurfa alvarlegan atburð til að eitthvað fari að hreyfast. Flokkur fólksins hefur ítrekað í mörgum bókunum og tillögum óskað eftir betrumbótum og að hraða máli vegna hættunnar þarna. Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir úrbótum.
Síðasta bókun Flokks fólksins var í janúar á þessu ári til að að ítreka og aftur ítreka. Hér er bókun um málið lögð fram í janúar í umhverfis- og skipulagsráði

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut við Vogabyggð:
Flokkur fólksins hefur margsinnis talað um og bókað um hversu hættulegt þetta svæði er gangandi vegfarendum og fagnar þess vegna tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Sífellt er talað um “tímabundna” brú en þarna þarf auðvitað að tala um varanlega lausn sem er stokkur. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í júní 2022 um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir og fleira. Íbúar Vogabyggðar hafa þurft að takast á við ótta um öryggi barna sinna allt of lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband