Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern göslagang

Einn stærsti vandinn í Reykjavík er skortur á húsnæði. Lítið framboð er af lóðum sem aðeins fást í gegnum útboð og verktakar halda að sér höndum. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík.
Of mikill áhersla hefur verið á að þétta byggðina og þá helst í kringum borgarlínuverkefnið. Að þétta byggð er dýrt og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar.
Auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og innviðir sem þola fjölgun íbúa. 

Til stendur að rúmlega tvöfalda íbúafjölda Grafarvogs. Þetta þarf að gera í samráði við íbúa sem fyrir eru en ekki með einhverju göslagangi. Hægt er að byggja mikið meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum þar sem er gott rými og fólk vill byggja á. Flokkur fólksins vill hefja skoðun á að brjóta nýtt land undir byggð. Öðruvísi verður húsnæðisskorturinn aldrei leystur.

Á meðan ástandið er slæmt þarf að gera eitthvað fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Leiguþak er hugmynd sem Flokkur fólksins hefur nefnt. Lágtekjufólk, öryrkjar og einstæðir foreldrar eru að kikna undan hárri leigu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband