Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf þessa hugmynd nánar

Er með þessa tillögu í borgarráði að fallið verði frá hugmyndum um bílastæðahús eða fjölnotahús og þessar hugmyndir skoðaðar betur, kannað með samráð sem dæmi.

Fulltrúi Flokks fólksins vill að borgaryfirvöld og skipulagsyfirvöld endurskoði  hugmyndina um bílastæðahús í borgarlandinu eða fjölnotahús eins og þau eru stundum kölluð. Það kann vel að vera að hús sem þetta virki vel erlendis og hafi eitthvað notagildi en það eru miklar efasemdir um að slík bygging falli i í kramið hér. Þetta kom skýrt fram í máli íbúa í Grafarvogi á íbúafundi vegna byggingaráforma í Grafarvogi á fundi í Rimaskóla 11. nóvember sl. Bílastæðahús er ein af hugmyndum í byggingaráformum í Grafarvogi og ein 6 slík eiga að rísa í Keldnalandinu. Það má telja vel líklegt að hér sé verið að fara offari í hugmynd sem þeim sem eiga að nýta húsið telja ekki góða. Um er að ræða allt að 5 hæða hús og það segir sig sjálft að erfitt gæti verið fyrir fjölskyldu með lítil börn og matvörur að fara frá bílahúsinu og ganga ef til vill nokkurn spöl heim til sín. Í þessum húsum er ekki gert ráð fyrir lyftum eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins skilur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband