Ungmenni gera sér ungadráp að leik

Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir sem þessar og spyr hvað fari eiginlega fram í huga þeirra sem fá svölun við að pynta og deyða dýr, lífverur sem geta enga björg sér veitt.  Þegar ég heyri svona dettur mér einna helst í hug að gerandi slíks verknaðar sé afar reiður og bitur einstaklingur, haldinn miklum sársauka sjálfur og hafi farið á mis við að vera kennt að bera virðingu fyrir lífinu í það minnst lífi dýra. Maður veltir fyrir sér hvort sá sem þetta gerir hafi verið meiddur sjálfur? Eitt er alveg ljóst að viðkomandi er verulega illa staddur tilfinningar,- og félagslega og hann þarfnast sárlega hjálpar fagfólks. 

Spurningunni hvort sumir séu einfaldlega vondir í eðli sínu, komi hreinlega í heiminn með hvatir til að pynta svara ég hiklaust með neii. Slík nálgun er að mínu mati afar varhugaverð og vita gagnslaus.  Hins vegar er ljóst að í tilvikum þessara ungmenna hefur eitthvað farið úrskeiðis á þeirra stuttu ævi. Hvað nákvæmlega er ekki gott að segja nema eftir að hafa skoðað málþeirra og fjölskyldna þeirra. 

  

Siðblinda

Þegar fregnir berast af andfélagslegri hegðan sem þessari koma mörg önnur hugtök upp í hugann, hugtök eins og siðblinda, að viðkomandi hefi ekki fengið lærdóm í grundvallaratriðum siðfræðinnar. Birtingarmyndin gæti verið sú að einstaklingurinn eigi erfitt með að setja sig í spor annarra, finni ekki til mikillar samkenndar með öðrum og standi jafnvel nokkuð á sama um hvernig öðrum líður. Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem stunda að jafnaði andfélagslega hegðun.  

Múgsefjun

Einnig hvarflar það að manni hvort sá sem þetta gerir sé svo óendanlega áhrifagjarn og þarna hafi átt sér stað múgsefjun, hópþrýstingur. Afleiðingar hópþrýstings geta verið alvarlegar. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast hann. Hvort orsakir verknaðar sem þessa sé einhlít eða megi rekja til margra þátta er eins og fyrr segir ekki hægt að vita fyrr en mál þessara einstaklinga er skoðað.


Hvað er hópurinn stór? Einnig vitum við ekki hvort hér sé um örfáa einstaklinga að ræða sem endurtaka þennan verknað eða hvort hópurinn telji fleiri.

Finna þessa einstaklinga. Sé einstaklingurinn undir 18 ára er það hlutverk viðkomandi barnaverndarnefndar að skoða málið og bjóða upp á viðeigandi úrræð. Sé hann orðinn 18 ára tekur refsikerfið við og þá er brýnt að viðkomandi hafi aðgang að fagfólki til að fá þá meðferð sem hann þarfnast. Ég hvet alla þá sem vita um verknað sem þennan og hverjir gerendur eru að láta vita, tilkynna málið til viðkomandi barnaverndarnefndar/foreldra. Öðruvísi er ekki hægt að hjálpa þessu fólki.

Foreldrar barna sem viðhafa andfélagslega hegðan sem þessa þurfa án efa á áfallahjálp að halda. Svona málum þarf að fylgja eftir til langs tíma þannig að hægt sé að ganga úr skugga um að meðferð hafi skilað sér. Þessir einstaklingar gætu síðar meir liðið mikið fyrir að hafa tekið þátt í svona óhuggnaði. Hver vill líta til bernskunnar og rifja upp að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.

Tökum sameiginlega ábyrgð.  Fyrir okkur sem heyrum þessi ótíðindi vil ég bara segja að við skulum fara varlega í dæma, foreldrana. Það skilar engu. Það sem skilar er að ná til þessa fólks, greina vandann og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Þeir kunna að þarfnast áfallahjálpar.  Fyrst og fremst er þetta ólýsanlega sorglegt, fyrir þá sem þetta gera, fjölskyldur þeirra og okkur sem samfélagsþegna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján L Guðlaugsson

Kæra Kolbrún

Ég er alveg sammála þér. En eigum við ekki að kasta tvískinnungshættinum og viðurkenna að við lifum, lofum og látum óáreitt þjóðfélag/ög sem elur börn upp í að drepa og halda út á vígvöll auðhyggjumanna og olíufursta? Ég staðhæfi að við getum ekki alið upp nokkurn veginn normal börn meðan fyrirmyndirnar eru amerískar hóllívúddmyndir, tölvuníðingsháttur og fjarrænir foreldrar.

Við erum öll ábyrg - certo. En ég held að það þurfi heldur að greina vanda þess fólks sem er að ala upp þessa kynslóð.

Án allrar ábyrgðar

Viva la revolucion

Kristján Guðlaugsson

Kristján L Guðlaugsson, 13.6.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já er alveg sammála þér Kolbrún.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2007 kl. 10:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband