Kraftaverk ef Þjóðverjarnir eru á lífi. Við höldum í vonina

Kraftaverk gerast.  Nú er bara að liggja á bæn og vona að mennirnir séu á lífi. Veðrið er enþá milt og ekki útilokað að þeir hafi getað haldið á sér hita og varast ofþornun.

Skoða þarf mál ferðamanna almennt séð sem hingað koma að sumri til.

Það farast alltaf einhverjir útlendir ferðamenn hér á landi á hverju ári. Útlendir ferðamenn gera sér oft takmarkaða grein fyrir öllum hættum sem leynast á okkar fallega landi. Þeir sjá hella, jökla og hálendið fyrir sér í hillingum en þekkja ekki hætturnar jafnvel þótt þeir séu margir hverjir ágætlega búnir til leiðangursins. En það eru gil, gljúfur, sprungur og svelgir sem hinn almenni ferðamaður kann alls ekki alltaf að varast.

Sem gestgjafar verðum við að vara fólkið við og kenna þeim hvar eru hættusvæði og hvernig skuli bera sig að á ferðum sem þessum.  Brýnast af öllu er að koma upp eftirlitskerfi þannig að vitað er hverjir eru á ferðinni,  hvert ferðinni er heitið og hvenær stefnt er að því að koma til byggða.
Best er ef þetta verður með svipuðum hætti og loftferðareftirlitið. Með því móti er hægt að bregðast við strax ef fólk ekki skilar sér.

Eins og málum er háttað nú þurfa björgunarsveitir oft að leita á stórum svæðum.  Leitin er þess vegna í upphafi oft ómarkviss meðan verið er að finna einhverjar vísbendingar.  Þegar svona lítið er vitað um staðsetningar eða ferðir fólks eru björgunarsveitarmenn jafnvel að leggja sig í hættu svo ekki sé minnst á kostnaðinn.

Þetta væri mikið auðveldara ef menn og staðsetningar væru kortlagðar fyrirfram.
Vonandi verður gert eitthvað í þessu hið bráðasta. Hvað og hvernig liggur kannski ekki ljóst að svo komnu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til! Please!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta hjá þér Kolbrún.

Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég tek undir allt þú ert að tala um kolbrún. og allt rétt hjá þér. En líttu á mína síðu.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.8.2007 kl. 23:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband