Áratugur síðan Díana prinsessa fórst í bílslysi

Þessi atburður er án efa mörgum minnisstæður og eins og einhver sagði geta örugglega margir staðsett sig á þeirri stundu sem fregnir um andlát prinsessunnar bárust þeim.
Sama má segja um fregnir af morðinu á John Lennon. Alla vega gleymi ég því aldrei hvar, nákvæmlega,  ég var stödd þegar ég frétti það.

Díana var heimsbyggðinni vel kunn því hún hafði hleypt almenningi inn í líf sitt; gleði, sorgir, væntingar og drauma. Það er mín skoðun að þess vegna var eins og við, þótt fjarlæg og ókunnug vorum, upplifðum andlát hennas sem værum við náskyldir ættingjar.

Sumum þótti nóg um viðbrögðin og nefndu að Díana væri nú ekki eina unga konan sem hefði farist á vofveiflegan hátt.  Munurinn er auðvitað sá að Díana var fræg/þekkt, hafði verið gift Karli Bretaprins og verið árum saman vinsælt fjölmiðlaefni.

Auðvitað er hennar dauðsfall ekkert sorglegra en önnur ótímabær dauðsföll sérstaklega ungs fólks. Við hvert slíkt sitja ávalt einhverjir eftir niðurbrotnir þótt opinberri athygli sé ekki fyrir að fara né einu sinn óskað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hún lét margt gott af sér leiða á stuttri ævi sem margir "frægir" nenna ekki að eyða tíma sínum í.

Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 21:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband