Trúverðugleiki dagblaðanna.

Hversu trúverðugur er fréttaflutningur dagblaðanna?

Borið hefur á því að undanförnu að ákveðið dagblað hafi verið ásakað um að fara rangt með upplýsingar, ýkja, mistúlka og fleira í þeim dúr.
Eftir sitja sárir, reiðir og móðgaðir aðilar, þolendur ófaglegrar fréttamennsku. 
Þeir sem hafa upplifað þetta af eigin raun hafa eflaust myndað sér skoðun á því dagblaði sem viðhefur svona vinnubrögð og taka fréttir og frásagnir þess því með fyrirvara.

Flestir lesa blöðin fullir trausts um að, það sem í þeim stendur sé í meginatriðum það sem átt hefur sér stað þ.e. staðreyndir málsins s.s. hvernig hlutirnir gerðust, hver sagði hvað og hvenær. 

Til að geta haft skoðun eða túlkað orð annarra, gjörðir, ferli eða atburðarrás að einhverju viti þurfa ótvíræðar staðreyndir málsins að liggja fyrir. Túlkun er persónuleg upplifun/útskýring á einhverri staðreynd. Ef staðreyndir eru rangar eða bjagaðar mun túlkunin eðlilega líka vera út úr kú.

Eru íslensk dagblöð almennt séð trúverðug?
Svarið við þessari spurningu er einstaklingsbundið og kemur þar margt til. Sem dæmi skiptir persónuleg reynsla á fjölmiðlinum máli. Sumum finnst miðill sem á sér langan lífaldur vera traustur, aðrir finna traust í stærð miðilsins og enn aðrir treysta miðlinum af því að þeir þekkja ritstjóra eða fréttamenn hans fyrir að vera áreiðanlegt fólk.

Það er alveg víst að frétta,- og blaðamannastéttin á misjafna sauði eins og allar aðrar stéttir. Flestir eru faglegir, vandvirkir, nákvæmir og gera sér far um að fara vel með upplýsinar um menn og málefni.  Aðrir og þá örugglega alger minnihluti eru ófaglegir, kærulausir, fljótfærir, leika sér að því að ýkja, misskilja, sleppa úr meginatriðum, snúa út úr og setja efni upp í æsifréttarstíl. Hægt er að gera því skóna að tengsl séu á milli vinnubragða/fagmennsku blaðamanna og trúverðugleika þess dagblaðs sem þeir starfa hjá.

Ég hef eins og aðrir myndað mér ákveðna skoðun á trúverðugleika dagblaðanna og les þau í samræmi við það.
Það væri áhugavert ef einhverjir rannsakendur sæju sér fært að gera rannsókn á:
  1. Áreiðanleika íslenskra dagblaða
  2. Skoða hvað lesendum þeirra finnst um fréttaflutning þeirra
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er orðin svo hundleið á dagblöðum að eina blaðið sem kemur hingað inn á heimilið er Fréttablaðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég held að það væri mjög mikilvægt að gera slíkar rannsóknir, helst hafa fjölmiðlavakt sem benti þeim stöðugt á. Við sjáum það bara í máli Orkuveitunnar að það er ekki fyrr en umboðsmaður kemur fram með spurningar sínar - að við komumst að því hvernig hefði átt að spyrja frá byrjun. Og hverjir hefðu átt að gera það? Fjölmiðlarnir. En þær upplýsingar sem smátt og smátt komu upp á borðið komu oftar fyrst frá bloggi en fjölmiðlum.

María Kristjánsdóttir, 12.10.2007 kl. 02:01

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það má ekki gleyma því að blöðin bera með sér ákveðinn lit, eins og hvað varðar pólitík og fleira. Fólk velur sér einfaldlega það blað sem kemur með fréttir sem gerir því til geðs. Við veljum okkur fjölmiðla, vini og annað eftir því hvað við viljum heyra og hverju við viljum tilheyra. 

Kveðja til þín Kolbrún,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Blaðamenn eru ekki fullkomlega hlutlausir fremur en aðrar stéttir. Menn hafa skoðanir, lífsviðhorf og gildi sem hafa áhrif á allt sem þeir gera. Það er hins vegar einkenni góðra blaðamanna að þeir reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á fréttaflutning sinn. Slíkt er ekki einfalt mál ekki síst á blöðum þar sem ritstjórnarstefnan er beinlínis sú að vinna fréttir á ákveðinn hátt.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hef ekki trú á hlutleysi blaðamanna.

Maður þarf sjálfur að lesa fréttir með fyrirvara og gagnrýnu hugarfari um að þær séu litaðar, a m k af ritstjórnarstefnu viðkomandi blaðs og oft af viðhorfum viðkomandi blaðamanns að auki. 

Það sem EKKI er sagt,  er oft jafn mikilvægt eins og það sem sagt er, og þar koma viðhorf blaðamannsins sjálfs til sögunnar.  

Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 12:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst oft athylgiverðast það sem EKKI er sagt, það segir oft meiri sögu en það sem sagt er, eða ofsagt.  Þetta á líka við um sjónvarp og útvarp.  Ég vildi óska að til væri hlutlaus fréttamiðill, sem ekki hefði það orð á sér, að vera hlynntur einhverjum aðila, hvort sem það eru ríkir karlar út í bæ eða ríkisstjórnin.  Ég er sammála því að það ætti að gera hlutlausa úttekt á því hve hlutdrægir miðlar á íslandi eru í raun og veru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 15:13

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Kannski er óraunhæft að ætla að hægt sé að vera alveg hlutlaus. Persónulegar skoðanir og reynsla litar líklegast alltaf eitthvað smá í gegn.
Þó hef ég trú á að sumir frétta- og blaðamenn hafi hæfni og getu til að greina að miklu leyti þarna á milli eða séu sér alla vega meðvitaðir um að ætla að greina þarna á milli.

En það er satt að stundum er það líka áberandi hvaða t.d. stjórnmálaskoðanir eða stjórnmálaafl frétta,- og blaðamenn aðhyllast.
Þetta sér maður t.a.m. á því ef þeir ítrekað og yfir langan tíma ræða meira við suma pólitíkusa en aðra, leyfa aðilum úr ákveðnum stjórnmálaflokki að hafa lokaorðið í viðtölum eða velja ávallt sömu aðilana til að útskýra atburði osfrv. 

Kolbrún Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Er hægt að vera alveg hlutlaus ? Ég er að spá í það núna að ef ég væri blaðamaður og ætti að skrifa um þessar fréttir sem eru búnar að vera hvað mest í fjölmiðlum þessa daganna, að ef ég á að vera heiðarleg, þá kæmi mín skoðun eða tilfinningar á málinu fram á einn eða annan hátt. Þeir sem væru sammála mér mundu líta fram hjá því og eflaust tala um að þarna væri góð fréttamennska á ferð, á meðan aðrir væru frekar súrir

Alltaf bestu kveðjur til þín Kolbrún

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 21:57

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Held að þetta snúist um öguð vinnubrögð og frelsi undan of mikilli stýringu eigenda miðlanna. 

Það er eitthvað sem skilur á milli góðrar umfjöllunar og litaðrar (sem getur þó oft á tíðum verði góð) að sjónarmið greinarhöfundar koma ekki einskorðuð í gegn í umfjölluninni.

Hægt er líta málið þannig að það hafi fleiri en eina hlið; reyna svo að skoða það frá sjónarmiðum sem flestra. 

3 sides of every story; my side, your side and finally the truth...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 13.10.2007 kl. 22:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband