Neyðarástand blasir við í sumum grunnskólum landsins vegna kennaraeklu

Mínar áhyggjur þessa dagana hafa að gera með þá staðreynd að víða í grunskólum eru kennarar að segja störfum sínum lausum.
Sem skólasálfræðingur hef ég orðið áþreifanlega vör við ugginn sem kennarar, skólayfirvöld og foreldrar upplifa nú æ meira með hverjum deginum sem líður enda spurning hvort takist að manna stöðurnar aftur þennan skólavetur. 

Fyrir var ástandið ekki gott þar sem ekki tókst að ráða í allar lausar stöður í haust.
Ef skoðað er á heimasíðu Kennarasambandsins má sjá auglýstan ótrúlegan fjölda af lausum kennarastöðum þegar haft er í huga að nú er miður nóvember.

Óánægjan liggur í lágum launum. Án þess að ætla að gengisfella önnur störf þá þekki ég það af eigin raun hversu krefjandi og álagsmikið kennarastarfið getur verið. 
Innan tíðar eru kjarasamningar lausir og heyrist mér kennarar almennt séð ekki vera bjartsýnir á að viðræður skili viðunandi niðurstöðum.

Málið er grafalvarlegt. Eina sem hægt er að vona er að borgarstjórn hafi nú þegar lagst yfir að leita lausna og finna leiðir til að halda í kennara. Leiði samningaviðræður og nýr kjarasamningur til þess að kennarar yfirgefi stéttina í stórum stíl þarf líka að skoða hvernig bregðast skuli við því.
Eitt er víst að börnin halda áfram að koma í skólann sinn og þau eiga rétt á kennslu.

Ef heldur sem horfir er ekki betur séð en að það stefni í neyðarástand í sumum grunnskólum landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er fyllilega hlynntur því að kennarar fái réttlát laun fyrir sína vinnu, en "kennari" er bara nefnilega ekki það sama og "kennari".  Með öðrum orðum, kennarar er mjög misgóðir - sumum tekst að vekja áhuga nemenda á efninu, en aðrir drepa hann niður og beita nemendur jafnvel hreinu einelti.

Púkinn vill að skólarnir geti fengið góða kennara,en það verður líka að vera hægt að umbuna þeim fyrir góða vinnu - ekki bara láta launin ráðast af mennun og lengd starfsferils.

Púkinn, 15.11.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið. En launin þurfa að hækka það er ekki spurning. Svo þarf að fjölga karlmönnum aftur í stéttinni og endurreisa virðingu fólks og barna á kennarastéttinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 23:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband