Uppgreiðslugjald ekki beint hvetjandi vilji maður greiða niður lán

Sumir bankar og lífeyrissjóðir svo sem lífeyrissjóðurinn Stafir taka uppgreiðslugjald vilji sjóðfélagi greiða niður eða borga upp lán.  Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Það er óhætt að segja að hafi einstaklingur fjárhagslega burði til að greiða inn á eða greiða niður lán þá virkar það ekki mjög hvetjandi þegar hann veit að til þess að gera það þarf hann að greiða lánastofnuninni ákveðna prósentu fyrir hverja milljón sem hann greiðir. Sem dæmi, sé uppgreiðslugjald tvö prósent þarf lántakandi að greiða tuttugu þúsund aukalega sbr. þessa frétt.

Ég minnist þess sjálf að þegar ég greiddi niður lán hjá Spron fyrir einhverjum 2-3 árum þá þurfti ég að borga fyrir það einhverja tugi þúsunda sem vissulega hefði betur verið varið í frekari niðurgreiðslu á láninu.

Þetta er sérlega ósanngjarnt sé lánastofnunin líffeyrissjóður því eins og fram kemur í pistlinum, þá greiða sjóðfélagar til sjóðanna og eiga þá.

Nú þegar verið er að hvetja almenning til að skulda minna vegna hárra vaxta þá skýtur þessi ráðstöfun lánastofnanna skökku við.  
Að rukka uppgreiðslugjald letur fólk frekar en hvetur til að grynnka á lánum sínum.
Það er því vel skiljanlegt að þessu sé harðlega mótmælt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það kemur á óvart að lífeyrissjóður sé að taka uppgreiðslugjald. Hingaðtil hefur það verið íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir sem hafa ekki tekið svona gjöld heldur einungis bankarnir.

Marta B Helgadóttir, 19.11.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eru einhverjir lífeyrissjóðir með uppgjreiðslugjald?

Íbúðalánasjóður hefur nýlega farið í að bjóða látökum að velja milli lána með uppgreiðslugjaldi og án þeirra en lán án uppgreiðslugjalds er með eitthvað hærri vöxtum. Ég hef hins vegar ekki heyrt af neinum lífeyrissjóð, sem er með uppgreiðslugjald í sínum lánaskilmálum.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já, alla vega lífeyrissjóðurinn Stafir (sbr. það sem stendur í færslunni hér að ofan). Kannski enginn annar, hins vegar ef fordæmi er komið þá er ekki ósennilegt að aðrir lífeyrissjóðir fylgi á eftir.

Kolbrún Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður borgar háar upphæðir í lántökugjld og svo þegar maður vill losna við skuldina þá borgar maður stórfé fyrir að fá að borga það sem skuldin stendur í með veðrðbótum,  á endalaust að níðast á almenningi. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Kristjánsson

Mér finnst magnað að þið séuð að furða ykkur á þessu núna, þetta er búið að vera svona síðan fyrir siðaskipti !

En að sjálfsögðu er þetta verulega hamlandi almennri samkeppni og sanngirni á markaði, sem ætti að vera lántakanum til góða. 

Kristjánsson, 19.11.2007 kl. 21:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband