Hver er hćfur til ađ meta hćfni?

Í ţessum pistli ćtla ég ekki ađ fjalla sérstaklega um nýlega ráđningu sets dómsmálaráđherra í embćtti hérađsdómara viđ Hérađsdóm Norđ-Austurlands og Austurlands.
Hins vegar langar mig ađ deila međ bloggheimi nokkrum vangaveltum um núverandi fyrirkomulag um mat á hćfi umsćkjenda og hugmyndir um framtíđarfyrirkomulag ţess.

Ég vil í fyrsta lagi greina á milli faglegrar hćfni og persónulegrar. Capacent er t.d. fyrirtćki sem gjarnan er fengiđ til ađ meta hćfi umsćkjenda í sérfrćđingsstöđur.
Međ allri virđingu fyrir Capacent ţá er ég ţeirrar skođunar ađ setja megi spurningarmerki viđ hvort Capacent hafi t.d. forsendur til ađ meta faglegt hćfi.  Faglegt hćfi tel ég ađ ađeins sá eđa ţeir geti metiđ sem eru sérfrćđingar á viđkomandi sviđi. Til ađ meta faglegt hćfi hlýtur ađ verđa ađ vera sérstaklega skipuđ dómnefnd fagađila sem starfar samkvćmt fyrirfram skilgreindu hlutverki. Capacent  er hins vegar vel til ţess falliđ ađ meta persónulega ţćtti, ţ.e. hvort viđkomandi hafi ţá kosti ađ bera til ađ geta sinnt starfinu á farsćlan máta.

Ţegar um er ađ rćđa skipun í embćtti hér á landi hef ég ákveđnar efasemdir um ađ hin faglega dómnefnd eigi ađ vera skipuđ einvörđungu íslenskum sérfrćđingum. Ástćđan er sú ađ í ţessu litla samfélagi ţarf ekki ađ leita langt yfir skammt til rekast á einhver tengsl hvort heldur er persónuleg eđa fagleg. Reglugerđ um vanhćfi getur einungis tekiđ til náinna tengsla.  Tengsl, ţótt hvorki séu ćttar- eđa vinatengsl geta litađ viđhorf og haft áhrif á ákvarđanatöku enda ţótt sá sem matiđ framkvćmir hefur einsett sér ađ setja hlutleysi ofar öllu.

Vegna ţessa tel ég mjög heppilegt ađ viđ mat umsćkjenda í  embćtti eins og skipun dómara, sé fenginn utanađkomandi sérfrćđingur (frá öđru landi) ţótt ekki vćri nema til ađ fara yfir lokaniđurstöđur dómnefndarinnar. 

Er mat dómnefndar bindandi fyrir ráđherra? 
Sitt sýnist hverjum um ţetta. Ég er ţó ţeirrar skođunar ađ ef samfélagiđ ákveđur ađ halda úti dómnefnd á annađ borđ sé ekki óeđlilegt ađ ráđherra skipi í embćttiđ í samrćmi viđ niđurstöđur hennar og velji ţann sem hćfastur er metinn til verksins.

Séu um fleiri enn einn ađ rćđa sem metinn er hćfastur finnst mér alveg eđlilegt ađ sé ráđning í slík embćtti eitt af embćttisverkum ráđherra velji hann ţar á milli. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fagna ţessari grein ţinni og einkum síđustu málsliđum. En umrćđa ţín, sem einnig er fyllilega verđug og réttmćt ađ mínu mati, um ađkomu Capacent ađ stöđuveitingarmálum snýr sennilega ađ embćttisgjörđ Össurar sem iđnađarráđherra, ţótt ţađ sé hvergi nefnt hér.

Jón Valur Jensson, 13.1.2008 kl. 14:52

2 identicon

Í alvöru réttarríki eru ţađ dómstjórar sem ráđa dómara ađ fegnu áliti fagnefndar. Ţađ er nokkuđ augljóst ađ framkvćmdavaldiđ á Íslandi er of sterkt og jafnvel löggjafarvaldiđ er orđin afgreiđslustofnun ríkisstjórnar. Ráđherrar eiga ađ segja af sér ţingmennsku og sitja atkvćđalausir á alţingi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 13.1.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ég tek undir međ Gísla. Mér ţćtti miklu eđlilegra ađ dómarar vćru valdir af kollegum sínum.

Steingerđur Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Sami Árni taldi ekki stćtt á öđru en fara eftir umdeildri ráđgjöf Hafró í sambandi viđ ţorskveiđi. Sagđi ađ ekki vćri verjandi ađ fara ekki eftir bestu vísindalegri ţekkingu en breytti svo út af ráđgjöfinni í  grálúđu og síđar varđandi hérađsdómara. Annar se mér sagt ađ hann sé lunkinn viđ ađ lćkna hross.

Sigurđur Ţórđarson, 14.1.2008 kl. 13:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband