Hver er hæfur til að meta hæfni?

Í þessum pistli ætla ég ekki að fjalla sérstaklega um nýlega ráðningu sets dómsmálaráðherra í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norð-Austurlands og Austurlands.
Hins vegar langar mig að deila með bloggheimi nokkrum vangaveltum um núverandi fyrirkomulag um mat á hæfi umsækjenda og hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag þess.

Ég vil í fyrsta lagi greina á milli faglegrar hæfni og persónulegrar. Capacent er t.d. fyrirtæki sem gjarnan er fengið til að meta hæfi umsækjenda í sérfræðingsstöður.
Með allri virðingu fyrir Capacent þá er ég þeirrar skoðunar að setja megi spurningarmerki við hvort Capacent hafi t.d. forsendur til að meta faglegt hæfi.  Faglegt hæfi tel ég að aðeins sá eða þeir geti metið sem eru sérfræðingar á viðkomandi sviði. Til að meta faglegt hæfi hlýtur að verða að vera sérstaklega skipuð dómnefnd fagaðila sem starfar samkvæmt fyrirfram skilgreindu hlutverki. Capacent  er hins vegar vel til þess fallið að meta persónulega þætti, þ.e. hvort viðkomandi hafi þá kosti að bera til að geta sinnt starfinu á farsælan máta.

Þegar um er að ræða skipun í embætti hér á landi hef ég ákveðnar efasemdir um að hin faglega dómnefnd eigi að vera skipuð einvörðungu íslenskum sérfræðingum. Ástæðan er sú að í þessu litla samfélagi þarf ekki að leita langt yfir skammt til rekast á einhver tengsl hvort heldur er persónuleg eða fagleg. Reglugerð um vanhæfi getur einungis tekið til náinna tengsla.  Tengsl, þótt hvorki séu ættar- eða vinatengsl geta litað viðhorf og haft áhrif á ákvarðanatöku enda þótt sá sem matið framkvæmir hefur einsett sér að setja hlutleysi ofar öllu.

Vegna þessa tel ég mjög heppilegt að við mat umsækjenda í  embætti eins og skipun dómara, sé fenginn utanaðkomandi sérfræðingur (frá öðru landi) þótt ekki væri nema til að fara yfir lokaniðurstöður dómnefndarinnar. 

Er mat dómnefndar bindandi fyrir ráðherra? 
Sitt sýnist hverjum um þetta. Ég er þó þeirrar skoðunar að ef samfélagið ákveður að halda úti dómnefnd á annað borð sé ekki óeðlilegt að ráðherra skipi í embættið í samræmi við niðurstöður hennar og velji þann sem hæfastur er metinn til verksins.

Séu um fleiri enn einn að ræða sem metinn er hæfastur finnst mér alveg eðlilegt að sé ráðning í slík embætti eitt af embættisverkum ráðherra velji hann þar á milli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fagna þessari grein þinni og einkum síðustu málsliðum. En umræða þín, sem einnig er fyllilega verðug og réttmæt að mínu mati, um aðkomu Capacent að stöðuveitingarmálum snýr sennilega að embættisgjörð Össurar sem iðnaðarráðherra, þótt það sé hvergi nefnt hér.

Jón Valur Jensson, 13.1.2008 kl. 14:52

2 identicon

Í alvöru réttarríki eru það dómstjórar sem ráða dómara að fegnu áliti fagnefndar. Það er nokkuð augljóst að framkvæmdavaldið á Íslandi er of sterkt og jafnvel löggjafarvaldið er orðin afgreiðslustofnun ríkisstjórnar. Ráðherrar eiga að segja af sér þingmennsku og sitja atkvæðalausir á alþingi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég tek undir með Gísla. Mér þætti miklu eðlilegra að dómarar væru valdir af kollegum sínum.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sami Árni taldi ekki stætt á öðru en fara eftir umdeildri ráðgjöf Hafró í sambandi við þorskveiði. Sagði að ekki væri verjandi að fara ekki eftir bestu vísindalegri þekkingu en breytti svo út af ráðgjöfinni í  grálúðu og síðar varðandi héraðsdómara. Annar se mér sagt að hann sé lunkinn við að lækna hross.

Sigurður Þórðarson, 14.1.2008 kl. 13:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband