Hringlandaháttur með Laugaveg 4 og 6

Hvort friða eigi gamalt hús eða ekki byggist á fjölmörgum stærri sem smærri þáttum. Skoða þarf sérhvert hús einstaklingslega út frá sögu þess, gerð, ástandi og staðsetningu svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

 afnvel þeim sem er það hjartans mál að friða gömul hús gætu þótt í einhverjum tilfellum ástæða til að rífa gamalt hús og eins kann að vera að einhver sem er þeirrar skoðunar að rífa sem flest gömul hús til að byggja ný myndu allt eins sjá ástæðu til að friða eitthvað ákveðið hús. 
Viðhorf og ákvörðun um friðun eða niðurrif húsa getur þannig aldrei orðið svart/hvít.

Eins og fram kemur í greinum og pistlum dagblaðanna á ákvörðun um afdrif þeirra húsa sem mest eru í umræðunni nú þ.e. Laugavegur 4 og 6 allt að tveggja ára feril. 
Búið var að ákveða að þau skyldu rifin. Tillögur að nýbyggingum hafa nú þegar verið samþykktar af Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar.

Nú skyndilega er málið í uppnámi því sú tillaga hefur verið lögð fram að friða Laugaveg 4 og 6. 
Gripið hefur verið til tveggja vikna friðunar á meðan menntamálaráðherra skoðar málið.

Það er eiginlega ekki annað hægt en að hafa samúð með eigendum Laugavegs 4 og 6 og örðum sem lagt hafa mikla vinnu í að fullklára þessar tillögur.  Svona hringlandaháttur hlýtur að taka toll.  Málið hefði horfið öðruvísi við hefði einfaldlega tillaga um friðun komið fyrir langa löngu og þá engar tillögur að nýbyggingum þar að leiðandi litið dagsins ljós.

Verði húsin friðuð er ríki og borg skaðabótarskyld.  

Ég vona að úr því sem komið er verði það niðurstaðan að haldið verði áfram með það sem ákveðið hefur verið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vildi gjarna halda í þessi gömlu hús en eins og komið er þá lendir það á okkur skattborgurum að borga brúsann ég er orðin sammála þér fyrst svona er komið.Kær kveðja Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.1.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Finnst full þörf á að skoða með ábyrgðartengingu á milli orsaka og afleiðinga í ríkiskerfinu.

Opinberar nefndir eru að taka ákvarðanir um alskyns útgjöld og fara ítrekað fram úr heimildum sýnum eða út fyrir valdssvið sitt.

Þarf að krefjast oftar rökstuðnings fyrir ákvörðunum og kostnaðar áætlana með tillögum líka.

Svo ekki sé talað um að nefndir td endurgreiði öll nefndarlaun ef vinnubrögð séu óvönduð, og nefndarfólki úthýst úr nefndum framtíðarinnar.

Allavega þarf að tryggja ábyrgð á einhvern hátt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.1.2008 kl. 08:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband