Sérlega slæm tímasetning á bréfi Guðjóns Ólafs

Það er óhætt að segja að tímasetning á bréfi Guðjóns Ólafs var verulega slæm fyrir Framsóknarflokkinn.  Jarðvegurinn hefði ekki getað verið viðkvæmari og þegar á heildina er litið sér maður fyrir sér að þetta muni næstum geta riðið Framsóknarflokknum að fullu.

Björn Ingi hefur nú sagt af sér hvort sem það er beinlínis vegna þessa bréfs Guðjóns og viðtalsins við hann í kjölfarið. Án þess að geta verið dómbær á upplifun og líðan Björn Inga eftir allt sem á undan er gengið þá hélt maður kannski að hann stæði þessa aðför Guðjóns af sér. 

En margt smátt gerir eitt stórt. Kannski var þessi „rýtingur Guðjóns“ í bakið á Birni Inga kornið sem fyllti mælirinn.  Þótt raunir séu sagðar styrkja manninn þá er það mín reynsla eftir að hafa unnið með fólk og með fólki árum saman að all flestir þola bara visst mikið af erfiðleikum og mótlæti.  Það er á þessu kvóti eins og á svo mörgu öðru. Þegar mælirinn er fullur, kvótinn búinn,  þá langar viðkomandi oft einfaldlega að draga sig í hlé, hvílast og reyna að ná áttum. 

Ég óska Birni Inga alls hins besta og vona að honum farnist vel við hvað eina sem hann tekur sér nú fyrir hendur.  Komi hann aftur til leiks verður hann sannarlega reynslunni ríkari en þegar hann tók sín fyrstu pólitísku skref fyrir ekki svo margt löngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég hef það á tilfinningunni að Guðjóni líði ekki síður illa en Birni Inda vegna þessa "hnífa" og "fata". Er bókhald flokkanna ekki opinbert plagg. Það er eins og mig minni það.

Ég hef þá trú að ef Björn Ingi hefði strax viðurkennt þetta í stað þess að bera á móti þá hefði þetta ekki farið alla þessa leið.

Þessir stjórnmálamenn halda að það sé í lagi að ljúgja pínu, en það eur alls ekki heiðarleg vinnubrögð og síst af öllu gagnvart því fólki sem að kaus viðkomandi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.1.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Denny Crane

Ég held að fólk ætti að muna það að Framsóknarflokkurinn, þó hann mælist lægt í Reykjavík, meðal annars vegna innri mála, þá er hann stórflokkur á landsbyggðinni með hátt í 30% fylgi í sumum kjördæmum. Hryðjuverk Guðjóns Ólafs í Reykjavík breyta því ekki. Reyndar er nú kjörið tækifæri til að byggja upp eftir þessa uppákomu.

Bingi mun standa sig vel á hvaða vettvangi sem er, en missirinn fyrir borgarbúa er mikill. Ef skoðuð eru verk hans ogmálefni er það deginum ljósara, það er að segja ef einhver hefur áhuga á því í pólitískri umræðu :)

Denny Crane, 25.1.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er einhvernveginn orðin alveg klumsa hvernig mál eru að þróast.  við erum orðin eins og brjálæðingar ein múgsefjuninn eftir aðra.  Vona bara að eitthvað gott komi út úr þessu á endanum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var þetta ekki frekar hinn fullkomni tími fyrir bréfið?? ég veit ekki hvort Guðjóni líður betur en Binga og veit svo sem ekkert um þá yfirhöfuð. En mér fannst ekkert snjallt af honum að hætta, nema það sé hluti af stærra plotti.  Traust mitt á stjórnmálamönnum hefur hríðfallið síðustu daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband