Ölvaður ökumaður sleppur með skrekkinn

Ölvaður ökumaður varð valdur að árekstri aðfaranótt laugardags. Samkvæmt fréttum slapp fólkið í bílunum nokkuð vel. Þarna hefði sannarlega getað farið illa.

Áfengi er, eins og mörgum er vel kunnugt, slævandi efni sem ávalt hefur í för með sér persónubreytingar þótt misjafnar og mismiklar séu. Áfengi hefur m.a. þau áhrif að skynfærin slævast, dómgreind slævist og sjálfsstjórn minnkar. Önnur áhrif sem neytandinn upplifir oft eftir að hafa innbyrgt ákveðið magn eru þau að honum sjálfum finnst hann vera minna vímaður en hann í raun er. Honum finnst sem hann sé skýr í kollinum, að færni hans sé jafnvel meiri en nokkru sinni, hann upplifir síður ótta né hræðslu og finnst ósennilegt að nokkuð slæmt geti hent sig.

Ef allar þær mörgu breytingar sem áfengi kallar fram á sál og líkama skal mann ekki undra hversu mikil rúlletta akstur undir áhrifum í raun er.

Vonandi verður reynsla þessa ökumanns til þess að hann fari í rækilega naflaskoðun og endurskoði lífstíl sinn ofan í kjölinn. Það er ekki víst að hann verði eins heppinn næst, endurtaki hann leikinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hjartanlega sammála þér í þessu .Takk fyrir skemmtilegt blogg og bloggvináttu kveðja Áslaug

, 31.1.2008 kl. 20:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband