Óbætanlegt tjón

Sjö listamenn urðu fyrir gríðarlegu tjóni þegar vinnusvæði þeirra í kjallara Korpúlfsstaða  fylltist af vatni í óveðrinu sem reið yfir í fyrradag.  Nú er þetta fólk búið að missa atvinnu sína, atvinnutæki, efni til listmunagerðar auk fjölmargra listaverka sem ekki verða metin til fjár.

Í svona tilviki þyrfti að vera til  ábyrgðarsjóður sem hægt væri að úthluta úr. Sumt verður vissulega ekki bætt með peningum en með fjárstyrk gætu þessir listamenn hafist handa við að endurbyggja og endurnýja aðstöðu og tækjabúnað.
Þessir listamenn eiga alla mína samúð svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var alveg hræðilegt að sjá þetta í fréttunum í gær. Þeir eiga líka alla mína samúð.

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir þetta með ykkur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.2.2008 kl. 16:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband