Siðferðileg ábyrgð bankastjóra viðskiptabankanna

Öll viljum við trygga efnahagsstjórn og með öllum ráðum stuðla að trúverðugleika hennar gagnvart öðrum þjóðum sem við eigum samskipti við. Bankar sem standa traustum fótum er hluti af jákvæðri ímynd Íslendinga á erlendri grund.  Staðan í dag er hins vegar sú að:

1. Erlend lán standa bönkunum ekki til boða á sömu kjörum og áður

2. Bankanna skortir tilfinnanlega lausafé til að geta haldið viðskiptum sínum gangandi

Ríkisstjórnin leitar nú lausna á lausafjárkreppu bankanna. Telja má sennilegt að verið sé m.a. að skoða hvort Ríkissjóður taki hugsanlega erlent lán til að lána bönkunum og koma þeim þannig til bjargar. Ríkissjóður er í eigu þjóðarinnar og þegar Ríkið  tekur lán er fólkið í landinu að taka lán. Öll lán þarf einn góðan veðurdag að borga.

Samhliða er kallað eftir sameiginlegu átaki þegna landsins að halda að sér höndum. Sérstaklega er biðlað til þeirra sem hafa eytt um efni fram að endurskoða lífstíl og óþarfa eyðslu. Þess er vænst að einstaklingar og fyrirtæki taki höndum saman og fresti a.m.k. tímabundið fjárfestingum sem kalla á lánsfjármagn.

Þá er komið að kjarna þessarar færslu og hún er sú spurning hvort bankastjórar viðskiptabankanna ætli mitt í allri þessari aðhaldsumræðu að halda í sín stjarnfræðilegu laun?

Það kæmi ekki á óvart þótt almenningi fyndist það skjóta skökku við að ef til kæmi að Ríkissjóður taki lán til að bjarga bönkunum úr lausafjárkreppu þeirra, greiði bankarnir áfram bankastjórum himinhá laun, jafnvel margfalt þau sem vel launaðir almennir launþegar eru að þiggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ragnar Önundarson orðaði siðferðisgrunn allmargra á þeim vetvangi, afar vel í Silfri Egils.

Hann óttaðist, að margir bankamenn vissu ekki úr hvaða bók tilvitnun hans um síðustu aura Ekkjunnar væri tekin.

Afar viðeigandi skop.

Nú verður nýja Aldamótakynslóðin, að bera þyngri byrgðar í formi Verðtryggingar og vaxta, til að gera bönkunum kleyft, að greiða til baka það sem að láni var tekið og var undirstaða ,,árangurstengdra launabónusa" in síðari árin.

Með kveðjum

Miðbæjaríhaldið

af hinu sótsvartasta íhaldi sem um getur, Vestfirðingum.

Bjarni Kjartansson, 8.4.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Það kemur ekki til greina,að ríkissjóður fari að aðstoða bankana.Hundruð miljóna hagnaður bankanna á undanförnum árum þurfa þeir að skilgreina hvernig hann varð til og hvernig ráðstafað.Það er æði skrítið að lausafjárstaða bankanna sé svona aum miðað við hæstu vexti í Evrópu og m.a okurvexti eins og af yfirdráttarlánum.

Það þarf heildarúttekt á á fjárreiðum bankanna,svo hægt sé að sannreyna  m.a.ýms verðbréfaviðskipti og samskipti við svonefnd skúffufyrirtæki,sem staðsett eru víðsvegar um heiminn.

Kristján Pétursson, 8.4.2008 kl. 22:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband