Siđferđileg ábyrgđ bankastjóra viđskiptabankanna

Öll viljum viđ trygga efnahagsstjórn og međ öllum ráđum stuđla ađ trúverđugleika hennar gagnvart öđrum ţjóđum sem viđ eigum samskipti viđ. Bankar sem standa traustum fótum er hluti af jákvćđri ímynd Íslendinga á erlendri grund.  Stađan í dag er hins vegar sú ađ:

1. Erlend lán standa bönkunum ekki til bođa á sömu kjörum og áđur

2. Bankanna skortir tilfinnanlega lausafé til ađ geta haldiđ viđskiptum sínum gangandi

Ríkisstjórnin leitar nú lausna á lausafjárkreppu bankanna. Telja má sennilegt ađ veriđ sé m.a. ađ skođa hvort Ríkissjóđur taki hugsanlega erlent lán til ađ lána bönkunum og koma ţeim ţannig til bjargar. Ríkissjóđur er í eigu ţjóđarinnar og ţegar Ríkiđ  tekur lán er fólkiđ í landinu ađ taka lán. Öll lán ţarf einn góđan veđurdag ađ borga.

Samhliđa er kallađ eftir sameiginlegu átaki ţegna landsins ađ halda ađ sér höndum. Sérstaklega er biđlađ til ţeirra sem hafa eytt um efni fram ađ endurskođa lífstíl og óţarfa eyđslu. Ţess er vćnst ađ einstaklingar og fyrirtćki taki höndum saman og fresti a.m.k. tímabundiđ fjárfestingum sem kalla á lánsfjármagn.

Ţá er komiđ ađ kjarna ţessarar fćrslu og hún er sú spurning hvort bankastjórar viđskiptabankanna ćtli mitt í allri ţessari ađhaldsumrćđu ađ halda í sín stjarnfrćđilegu laun?

Ţađ kćmi ekki á óvart ţótt almenningi fyndist ţađ skjóta skökku viđ ađ ef til kćmi ađ Ríkissjóđur taki lán til ađ bjarga bönkunum úr lausafjárkreppu ţeirra, greiđi bankarnir áfram bankastjórum himinhá laun, jafnvel margfalt ţau sem vel launađir almennir launţegar eru ađ ţiggja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ragnar Önundarson orđađi siđferđisgrunn allmargra á ţeim vetvangi, afar vel í Silfri Egils.

Hann óttađist, ađ margir bankamenn vissu ekki úr hvađa bók tilvitnun hans um síđustu aura Ekkjunnar vćri tekin.

Afar viđeigandi skop.

Nú verđur nýja Aldamótakynslóđin, ađ bera ţyngri byrgđar í formi Verđtryggingar og vaxta, til ađ gera bönkunum kleyft, ađ greiđa til baka ţađ sem ađ láni var tekiđ og var undirstađa ,,árangurstengdra launabónusa" in síđari árin.

Međ kveđjum

Miđbćjaríhaldiđ

af hinu sótsvartasta íhaldi sem um getur, Vestfirđingum.

Bjarni Kjartansson, 8.4.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ţađ kemur ekki til greina,ađ ríkissjóđur fari ađ ađstođa bankana.Hundruđ miljóna hagnađur bankanna á undanförnum árum ţurfa ţeir ađ skilgreina hvernig hann varđ til og hvernig ráđstafađ.Ţađ er ćđi skrítiđ ađ lausafjárstađa bankanna sé svona aum miđađ viđ hćstu vexti í Evrópu og m.a okurvexti eins og af yfirdráttarlánum.

Ţađ ţarf heildarúttekt á á fjárreiđum bankanna,svo hćgt sé ađ sannreyna  m.a.ýms verđbréfaviđskipti og samskipti viđ svonefnd skúffufyrirtćki,sem stađsett eru víđsvegar um heiminn.

Kristján Pétursson, 8.4.2008 kl. 22:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband