Flæktur í neti sýndarveruleika

Hægt og bítandi erum við að vakna til vitundar um neikvæð áhrif mikillar og stundum stjórnlausrar tölvunotkunar á þroska barna og unglinga. Langvarandi ástundun tölvuleikja getur auðveldlega leitt til einangrunar sem síðan leiðir til þess að barn tapar félagsfærni sinni eða að samskiptafærni þess náist einfaldlega ekki að þróast með eðlilegum hætti.

Dæmi eru um tilvik þar sem börn og unglingar hafa flækt sig í neti sýndarveruleika með þeim hætti að þar vilja þau helst dvelja flestum stundum.  Þeir sem hafa á-netjast tölvuheiminum finnst oft mjög erfitt að lifa í hinum raunverulega heimi þar sem maður getur ekki flúið sjálfan sig og verður auk þess að takast á við ólík og krefjandi verkefni daglegs líf.

Úr sýndarveruleika og aftur inn í raunheima verður umræðuefnið í næsta þætti
Í Nærveru Sálar á ÍNN.
Svavar Knútur, forvarna- og frístundaráðgjafi verður gestur þáttarins en hann hefur mikla reynslu á þessu sviði m.a. í að skoða hvernig forvarnastarf getur tekið mið af því að hvetja börn og unglinga til að taka virkan þátt í samfélaginu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar frá mínu hjarta. Á einmitt fósturdóttur sem þetta hefur nákvæmlega gerst með og er enn að gerast. Ef ég opna munninn um hennar netnotkun er sussað í mér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þekki til ungs manns sem er búinn að vera týndur í tölvulandi síðustu 4 árin. Hann fór svo í Fjölsmiðjuna í vetur og ég frétti í síðustu viku að hann er búinn að slökkva á tölvunni og farinn á sjóinn.  Hann var fangi í sýndarveröld, þetta var hræðilegur tími fyrir fjölskylduna hans alla en nú vona þau það besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sama hér Margrét ég á son það má varla ýrða á hann sambandi við netntnokun. Góð grein hjá þér Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Netnotkunin er að skemma skólagöngu allt of margra unglinga. Mér finnst það algengara hjá strákum en stelpum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 20:10

5 identicon

Þetta á einnig við um þessar teiknimyndastöðvar sem senda út nánast allann sólarhringinn, krakkar vakna á nótinni til að horfa á þetta.

Ég vil sérstaklega benda á Cartoon Network stöðina sem mér finnst alverst. svo mikið ofbeldi í þessum þattum að við lokuðum þessarri stöð.

Barnið okkar (6 ára) var farið að tjá sig og eiga samskipti við aðra eins og þessar fígúrur í CN. Sem betur fer áttuðum við okkur á þessu og nú getur barnið talað við önnur born á eðlilegum nótum.

Þessa stöðvar eru eitur og alltofmargir henda börnum afskiptalausum fyrir framan þetta. 

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:09

6 identicon

Tölvan er svo auðveld flóttaleið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband